Enska úrvalsdeildin

Manchester United 0:0 Chelsea

Liðið sem átti að reyna að bjarga Louis van Gaal frá því að vera rekinn og, ekki síður, halda okkur í baráttunni um Meistaradeildarsæti leit svona út

1
De Gea
18
Young
12
Blind
4
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
9
Martial
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Varamenn:  Romero, Borthwick-Jackson, Jones, Carrick, Fellaini, Pereira, Memphis.

Lið Chelsea:

Courtois
Azpilicueta
Terry
Cahill
Ivanovic
Matic
Mikel
Pedro
Oscar
Willian
Hazard

Fàbregas var með hita og fór ekki norður með Chelsea, sömuleiðis voru Rémy og Cahill meiddir.

Fyrsta hálftímann í leiknum sást United lið sem við höfum ekki séð í langan langan tíma. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Stoke City 2:0 Manchester United

Byrjunarliðið var svona:

1
De Gea
17
Blind
5
Jones
12
Smalling
18
Young
16
Carrick
21
Herrera
7
Memphis
27
Fellaini
8
Mata
9
Martial

Varamannabekkur; Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Schneiderlin, Rooney.

Stoke City; Butland, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Pieters, Cameron, Whelan, Shaqiri, Afelley, Arnautovic og Bojan (4-2-3-1)

Leikskýrsla dagsins verður í styttri kantinum. Leikurinn byrjaði í ágætis jafnvægi en ekki mikið um opin færi.

Svo komu hreint út sagt hörmulegar 5-6 mínútur. Fyrst ákvað Memphis að það væri góð hugmynd að skalls boltann 15-20 metra aftur til David De Gea, það heppnaðist ekki betur en Glen Johnson lagði boltann á Bojan sem potaði honum í netið framhjá Phil Jones og Chris Smalling. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:2 Norwich City

Ég var einn af þeim sem hékk á Moyes vagninum allt of lengi, kallandi eftir því að hann fengi meiri tíma til að setja mark sitt á liðið. Eftir að hann var látinn fara þótti mér það auðvitað deginum ljósara að hlutirnir voru ekki, og voru aldrei að fara að ganga upp hjá honum. Það var ekki endilega leikstíllinn, þó mér hafi aldrei fundist hann ásættanlegur, heldur var það hreinlega vinnuframlag leikmanna á vellinum. Þeir virtust ekkert spenntir fyrir því að spila fyrir Manchester United og um leið og eitthvað á bjátaði gáfust menn bara upp og lögðust í kör, í stað þess að leggja gjörsamlega allt í sölurnar, sem var svo algegnt viðhorf undir stjórn Alex Ferguson. Lesa meira