Enska úrvalsdeildin

Everton 3:0 Manchester United

Liðin sem hófu leikinn

Manchester United

1
De Gea
3
Shaw
33
McNair
12
Smalling
25
Valencia
17
Blind
18
Young
31
Fellaini
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao

Everton

24
Howard
3
Baines
6
Jagielka
26
Stones
23
Coleman
16
McCarthy
18
Barry
21
Osman
20
Barkley
25
Lennon
10
Lukaku

Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz

Enska úrvalsdeildin

Chelsea 1:0 Manchester United

Það er erfitt að vera eitthvað dapur yfir tapi Manchester United á Stamford Bridge í dag. United spilaði vel, alveg á pari við þá leiki sem liðið hefur spilað undanfarið. Van Gaal sagði meira að segja eftir leikinn að þetta hafi verið besti leikur United í vetur. Hvort það sé nú rétt eða ekki þá er Chelsea alveg spes í því hvernig þeir spila, þeirra leikur snýst alfarið um að vera þéttir fyrir [footnote]PARK THE BUS![/footnote] og nýta sér þau mistök sem mótherjinn gerir. Í dag gerði United tvö mistök, eitt af þeim skapaði mark Chelsea og í hinu tilfellinu endaði boltinn í þverslánni hjá okkar mönnum. Að öllu öðru leyti stjórnaði United öllu á vellinum án þess þó að finna markið sem vantaði svo sárlega. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 4:2 Manchester City

Hvar byrjar maður? Á liðunum kannski. United stillti upp eftirfarandi liði:

1
De Gea
17
Blind
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
31
Fellaini
16
Carrick
21
Herrera
18
Young
8
Mata
10
Rooney

Bekkur: Valdes, Rafael, Rojo, McNair, Januzaj, Di Maria, Falcao

City-liðið var svona.

Hart
Clichy
Kompany
Demichelis
Zabaleta
Fernandinho
Milner
Yaya Touré
Silva
Navas
Agüero

Bekkur: Caballero, Mangala, Kolarov, Fernando, Nasri, Lampard, Dzeko

Það var augljóst í vikunni sem leið að United-menn væru sigurvissir fyrir þennan leik og ég var sannarlega einn af þeim. Þegar nær dró leik var þó alltaf einhver rödd aftan í kollinum sem sagði manni að City-menn myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik eftir vonbrigði síðustu umferða. Kannski, bara kannski, myndu okkar menn leyfa sér smá værukærð eftir frábært gengi undanfarið. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:1 Aston Villa

View image | gettyimages.com

Eftir stórsigur Arsenal gegn Liverpool gafst gullið tækifæri til að taka stórt skref í átt að meistaradeildarsæti. Einnig var ljóst að með sigri myndi United komast upp fyrir Man City á töflunni þó þeir eigi reyndar núna leik til góða.

Það var vitað að van Gaal myndi ekki breyta liðinu sem hefur einmitt staðið sig svo vel að undanförnu. Eina breytingin var gerð vegna meiðsla Chris Smalling en Marcos Rojo tók sæti hans í vörninni. Lesa meira