Flokkast kannski ekki sem okkar besti leikur en þrjú mörk, þrjú stig og þriðja sætið skora samt ansi hátt á ánægjuskalanum mínum. Fyrri hálfleikurinn var samt umtalsvert betri en sá síðari. Shaw fékk loksins að sjá nafnið sitt í byrjunarliðinu sem og Januzaj og spilaði Mark Schwarzer, sem er nýkominn frá Chelsea, sinn fyrsta deildarleik fyrir Leicester. Á föstudag fengum við svo þær fréttir að Carrick hafi meiðst og verður frá í amk fjórar vikur sem er svo sannarlega skarð fyrir skildi.
Leikskýrslur
Cambridge United 0:0 Manchester United
Vil þakka leikmönnum Manchester United og Louis van Gaal og þjálfarateymi hans fyrir að gera þetta föstudagskvöld alveg drepleiðinlegt.
Liðið var svona:
Bekkur: Valdes, Rafael, Shaw, RvP, Herrera, Fletcher, McNair
Það var kalt og vindasamt í Cambridge í kvöld þegar Cambridge United fékk bikarúrslitaleikinn sinn gegn Manchester United. Frá fyrstu mínútu var augljóst að leikmenn litla liðsins væru fullkomlega klárir í þennan leik. Þeir hlupu og börðust gríðarlega vel, sérstaklega fyrstu 20 mínútunar. Á þeim voru þeir nokkuð skeinuhættir og aðallega úr föstum leikatriðum þar sem þeir pökkuðu mönnum á David de Gea. Smám saman náði United þó tökum á leiknum og Cambridge-menn pökkuðu í vörn. Yfirleitt voru 9-10 menn að verjast í tveimur þéttum línum fyrir framan markmanninn.
QPR 0:2 Manchester United
Fyrri hálfleikur
Þessi leikur fór ekkert sérstaklega af stað. Og greinilegt að það hentaði QPR bara ágætlega að spila gegn þessari 3-5-2 taktík. En þegar aðeins var liðið á hálfleikinn átti Falcao gott færi eftir fína sendingu frá Mata en Green í marki QPR varði vel.
View image | gettyimages.comEn fyrir utan þetta þá var sóknaruppbygging hæg og fyrirsjáanleg. Fyrir utan ótalmörg skipti þar sem boltanum var hreinlega leikið til andstæðinga. Rooney var slakur á miðjunni og Di Maria augljóslega ekki framherji og óskiljanleg tilraun til að spila honum sem slíkum hélt áfram í dag. Markalaus fyrri hálfleikur staðreynd.
Manchester United 0:1 Southampton
Loksins voru allir, nema einn, heilir og Louis van Gaal gat á pappír stillt upp sínu besta liði. En hann er sem fyrr ekki í því að henda mönnum í djúpu laugina eftir meiðsli og því var t.d. Rojo ekki með.
Af einhverjum ástæðum heldur Van Gaal sig samt enn við 3-5-2 og í þetta skiptið var uppstillingin verulega einkennileg. Di María var allt í einu orðinn fremsti maður og Falcao var ekki einu sinni á bekknum.
Yeovil 0:2 Manchester United
Minnum á 5. þátt af Podcasti Rauðu djöflanna
Okkar menn eru komnir áfram í 4.umferð FA-bikarsins eftir skítsæmilegan sigur á C-deildarliði Yeovil.
Louis van Gaal hélt sig við 3-4-1-2 í 7. leiknum í röð en menn héldu ef til vill að fyrst að Rafael og Shaw væru að snúa aftur myndi 4 manna varnarlína fá að láta ljós sitt skína. Þeir félagar voru í byrjunarliðinu en miðverðirnir voru eftir sem áður 3: