Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða eftir þennan leik. 1-0 tap gegn City er ömurlegt, það er óþolandi að tapa á móti þessu liði. En þegar maður horfir heildstætt á leikinn er erfitt að vera mjög brjálaður. Að klára leikinn einum færri með miðjumann, kantmann og algjörlega óreyndan miðvörð í öftustu fjórum og vera svekktur með að United skyldi ekki að minnsta kosti stela stigi er eiginlega alveg fáranlegt. Blendnar tilfinningar.
Leikskýrslur
Manchester United 1:1 Chelsea
Það er ekki ofsagt að flestir United aðdáendur hafi verið stressaðir fyrir leikinn í dag þegar Chelsea kom í heimsókn. En þó að það hafi tekið tímann sinn fór svo á endanum að jafntefli urðu sanngjörn úrslit leiksins.
Falcao og Jones höfðu meiðst á æfingum og Fellaini fékk tækifærið eftir góða frammistöðu gegn WBA.
á bekknum voru: Lindegaard, Blackett, Fletcher, Carrick, Herrera, A. Pereira og Wilson
WBA 2:2 Manchester United
Því miður þá þarf ég að skrifa skýrslu um tvö mikilvæg stig töpuð í kvöld. Eins og leikurinn þróaðist þá ætti maður kannski bara að vera sáttur með að hafa bjargað stigi í lokin, en þetta var mjög týpískur leikur frá United, eru meira og minna að stjórna leiknum en gera sér erfitt fyrir með því að gefa mörk á silfurfati. Byrjum á liðinu, það leit svona út:
Manchester United 2:1 Everton
Þessi viðureign á síðasta tímabili situr ennþá í mér. Hún fór fram í byrjun desember í fyrra. United var enn í þokkalegri stöðu í deildinni og var að fara að fá leikjatörn sem leit þægilega út á pappír. Það þurfti bara að fara fyrst í gegnum Everton. Everton var að spila vel undir stjórn arftaka David Moyes. Framtíðarfótbolta sem var gaman að horfa á. United var að spila sæmilega undir stjórn arftaka Sir Alex Ferguson. Fortíðarbolta sem var leiðinlegt að horfa á. Ef það var eitthvað sem gat hjálpað David Moyes var það sigur gegn sínu gamla félagi. Það er skemmst frá því að segja að United yfirspilaði Everton í þeim leik en allt kom fyrir ekki, boltinn vildi hreinlega ekki inn þrátt fyrir fjölmörg færi. Auðvitað náði svo Everton að pota boltanum inn á 90. mínútu og hirða alveg einstaklega óverðskulduð þrjú stig. Við þekkjum framhaldið. Þessi Everton-leikur fór hrikalega í taugarnar á mér. Þessvegnar var sigurinn í dag alveg einstaklega sætur.
Man Utd 2:1 West Ham
Margir voru eflaust smeykir við leikinn í dag enda var vitað að vörnin yrði án Phil Jones, Jonny Evans og Chris Smalling sem ótrúlegt en satt eru meiddir. Til að bæta ofan á það þá er leikjahæsti varnarmaður liðsins á tímabilinu Blackett er í leikbanni. Því var vitað að vörnin yrði skipuð mönnum sem ekkert hafði leikið saman. Spurning var bara hvort það yrði Tom Thorpe eða Paddy McNair sem myndu þreyta frumraun sína ásamt Luke Shaw. David de Gea lék sinn 100. leik fyrir United í dag.