Þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu vægast sagt. Það er líklega enginn Manchester United maður jafn dáður og Ryan Giggs. Maðurinn er goðsögn og er lifandi dæmi um allt það sem Manchester United stendur fyrir. Á blaðamannafundinum í gær talaði hann mikið um að láta liðið leika meira eins og United á að gera. Hann var líka ekki lengi að sækja Paul Scholes í þjálfarateymið og það gladdi alla stuðningsmenn.
Leikskýrslur
Everton 2:0 Manchester United
Jæja, enn einn hörmungin af hálfu Manchester United þetta tímabilið, að þessu sinni gegn Everton á Goodison Park og nánast eindurtekning á leiknum á Old Trafford í desember þar sem Everton vann 1-0, þá með marki seint í leiknum, en sanngjarnt þó.
Þetta var uppstillingin í byrjun leiks:
Varamenn: Lindegaard, Giggs, Welbeck (75 mín), Hernandez (61 mín), Valencia (61 mín), Fellaini, Januzaj
Bayern München 3:1 Manchester United
Síðasti leikur Manchester United í Meistardeild Evrópu a.m.k. næsta árið var leikinn á Allianz Arena í kvöld
De Gea
Jones Smalling Vidić Evra
Fletcher Carrick
Valencia Kagawa Welbeck
Rooney
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Giggs, Januzaj, Young, Hernandez
Bayern leit svona út
Neuer
Lahm Dante Boateng Alaba
Robben Götze Kroos Müller Ribéry
Mandžukić
Frá fyrstu mínútu sóttu Bayern án afláts. Alaba og Lahm sem að nafninu til voru bakverðir oru komnir á miðjuna til að byggja upp sóknir og halda pressunni á United. Skyndisóknir voru málið fyrir United og á 8. mínútu átti Rooney að gera betur en reyndi að komast í skotstöðu frekar að gefa á Kagawa óvaldaðan. Þetta gaf forsmekkinn að því sem síðar varð, Rooney var hreinlega ekki nógu góður í kvöld. Hvort sem það var meiðslum að kenna eða því að 300 þúsund punda vikulaunin eru honum of þung byrði.
Newcastle 0:4 Manchester United
Hver þarf Wayne Rooney og Robin van Persie, ekki David Moyes, það er á hreinu. Frábær 0-4 sigur á Newcastle staðreynd.
Aðalspurningin fyrir leikinn gegn Newcastle í dag var hversu margir leikmenn yrðu hvíldir fyrir átökin í næstu viku. Fyrir leikinn bárust fregnir af því Guardiola hefði hvílt lykilmenn sína.
Bayern Munich have made a load of changes for today’s game. No Lahm, Muller, Goetze, Boateng, Robben, Ribery, Alaba or Dante
Manchester United 1:1 Bayern München
1-1 úrslitin eftir hörkuleik. Þessi leikur var eiginlega skólabókardæmi um það hvernig á að spila gegn liðum undir Pep Guardiola. Byrja af krafti, spila svo hörkuvörn á meðan andstæðingurinn spilar boltanum á milli sín og reynir að finna glufur. Reyna svo eftir fremsta megni að sækja hratt og ná marki. Þetta gekk næstum því allt eftir. Næstum því.
Það er ýmislegt sem stendur upp úr í þessum leik.