Gamanið heldur áfram. Liðið var svona:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Giggs Januzaj
Welbeck
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Hernandez, Fletcher, Kagawa, Büttner, Zaha.
Sunderland: Mannone, Bardsley, Alonso, Brown, O’Shea (C), Larsson, Cattermole, Ki, Giaccherini, Borini, Fletcher.
Fyrri hálfleikur var alveg sérstaklega lélegur af hálfu beggja liða en þó sérstaklega af okkar hálfu. Það gerðist akkúrat ekkert fyrr en á 25. mínútu að Moyes færði Januzaj fyrir aftan framherjann og setti Giggs út á kant. Januzaj var eini leikmaðurinn í okkar liði sem var að reyna eitthvað og eftir þessa tilfærslu var hann meira í boltanum og var sprækur. Hann skoraði mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Eins og venjulega þó misstu okkar menn einbeitinguna undir lok hálfleiksins og fengu á sig mark. Larsson þrykkti aukaspyrnu inní teiginn þar sem Wes Brown kom boltanum inn í markteig þar sem Phil Bardsley og Ryan Giggs voru að kljást. Boltinn barst í markið og líklega mun þetta mark skrifast á Giggs. Við þekkjum þetta handrit og í sannleika sagt er maður að verða dauðþreyttur á því.