Enn og aftur fáum við á okkur mark á lokamínútunum. Hversu svekkjandi?
Byrjunarliðið var svona:
Moyes stillti upp svipuðu liði og gegn Tottenham nema Rafael kom inn í bakvörðinn og Smalling fór í miðvörðinn í stað Evans. Jafnframt kom Giggs inn fyrir Cleverley. Frábært að sjá Rafael á ný í bakverðinum enda gefur hann liðinu talsvert meira en Smalling í þeirri stöðu. Það kom mér verulega á óvart að sjá Welbeck halda áfram á kantinum. Það er svolítið skrýtið að sjá Moyes verðlauna Welbeck fyrir slaka frammistöðu gegn Tottenham á meðan Nani spilaði mjög vel í sömu stöðu gegn Leverkusen en er settur á bekkinn tvo leiki í röð. Hvað er það? Vonandi er þessi Welbeck-tilraun á kantinum fullreynd.