Í kvöld fór fram síðasti leikurinn í bikarnum þegar Wayne Rooney og félagar í Derby tók á móti United. Í vikunni komust Arsenal, Sheffield United, Manchester City, Leicester, Newcastle og Chelsea eru öll komin áfram og þá lögðu kanarífuglarnir í Norwich lærisveina José Mourinho í leik þar sem sigurvegarinn myndi mæta sigurvegara úr leik kvöldsins.
Ole Gunnar Solskjær stillti upp í hefðbundið 4-2-3-1 með óhefðbundnu byrjunarliði þar sem Mata var út á hægri kantinum og Lingard á þeim vinstri með nígeríska prinsinn Ighalo upp á toppnum.