United stillti svona upp í hellirigningu á Liberty Stadium:
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Rooney, Smalling, Fabio, Kagawa, Zaha
Ferdinand og Valencia komu inn í liðið frá Góðgerðaskildinum.
Lið Swansea: Vorm; Rangel, Chico, Williams, Davies; Britton, Cañas; Dyer, Shelvey, Routledge; Michu.
Swansea byrjaði þennan leik af krafti og pressaði vel. Það var þó af öllum mönnum Phil Jones sem fékk fyrsta upplagða færið, Vorm sýndi að hann er fínn markvörður og varði í horn. Pressa Swansea skilaði þo ekki færum, þó United væri farið að draga liðið ansi aftarlega og í hraðaupphlaupum var United að skapa frekar. Van Persie skallaði fyrirgjöf Evra beint á Vorm og Giggs náði ekki að gefa á Welbeck þegar þeir voru komnir í gegn. Eftir kortér hafði Swansea verið með boltann um 2/3 hluta leiksins, en þá fór United að halda boltanum betur og byggja upp spil, Welbeck skaut á Vorm og Giggs skaut framhjá þegar boltinn barst til hans. En beint uppúr því fékk Swansea sitt beta færi, Ferdinand rann á vellinum og hleypti Routledge í skotstöðu. De Gea varði og Dyer fékk boltann en var réttilega dæmdur rangstæður.