Þá er komið að því gott fólk! Leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir! Manchester United gegn Rea…
Nei…
Öhmm…
Bíðið aðeins…
…Ahh. Afsakið. Sá leikur er víst næsta þriðjudag. Á morgun koma hinsvegar drengirnir frá Norwich í heimsókn á Old Trafford.
Sigur hér væru frábær úrslit fyrir United. Með sigri getur United aftur náð fimmtán stiga forskoti á City og tíu leikir eftir af tímabilinu. Hinsvegar verður helsti höfuðverkur Ferguson að ákveða hvaða leikmenn verða hvíldir fyrir leikinn gegn Real Madrid og hverjir munu spila. Ég get ómögulega neitað því að ég verð alltaf þónokkuð smeykur fyrir svona leiki því það er svo auðvelt fyrir leikmenn að gleyma sér, halda að þetta séu gefin þrjú stig og enda með því að hleypa City 3 stigum nær og gera deildina aftur spennandi.