Leikurinn byrjaði fjörlega. United sótti frá fyrstu mínútu, Fulham lá nokkuð til baka og tók skyndisóknir, í þeirri fyrstu komst Rodallega inn fyrir en var ekki í góðu færi, gaf boltann og Evans komst fyrir. Evans þurfti síðan að taka boltann snyrtilega af Rodallega í næstu sókn, vel gert. Hinu megin pressaði United, úr einu horni varð mikið japl jaml og fuður í teignum, Schwarzer varði vel skot Evra, svo skallaði varnarmaður skot Rooney frá og loksins hélt Schwarzer skoti Evra
Leikskýrslur
Manchester Utd 2:1 Southampton
Leikurinn fór mjög einkennilega af stað þegar Michael Carrick átti óskiljanlega sendingu aftur á de Gea sem náði ekki til boltans og Jay Rodriguez skoraði í autt markið, 0:1 eftir aðeins rúmar 2 mínútur. Á þessum tíma var spilið mjög tilviljunarkennt og illa gekk að byggja upp sóknir. Það var svo á 8.mínútu að United jafnaði leikinn, var á ferðinni Wayne Rooney sem skoraði laglegt mark. Eftir markið þá var eins og allt annað United lið væri á vellinum, flott spil og gaman var að sjá Kagawa spila vel en hann var nánast búinn að koma United yfir en skotið hans fór í stöngina. Robin van Persie tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem rataði á kollinn á Patrice Evra sem skalli boltann fyrir á Rooney sem gat ekki annað en skorað, staðan 2-1. Þrátt fyrir tilraunir þá var ekki meira skorað, 2:1 í hálfleik.
Manchester United 4:1 Fulham
Eftir að hafa átt í töluverðum vandræðum með West Ham í þriðju umferð FA bikarsins var komið að því að taka á móti Fulham í fjórðu umferð á Old Trafford. Á síðustu tveimur árum hefur Manchester United gengið frekar vel gegn Fulham, í síðustu 6 viðureigum hefur United 5 sinnum haft betur og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Maður var því tiltölulega bjartsýnn fyrir leikinn í dag og drengirnir okkar sýndu að maður hafði allan rétt á því. Ferguson gerði sex breytingar á liðinu frá leiknum við Tottenham.
Tottenham 1:1 Manchester United
Manchester United og Tottenham skildu jöfn í hörku leik á White Hart Lane í dag. Aðstæður voru erfiðar, það snjóaði grimmt í London og um tíma fyrir leikinn var jafnvel möguleiki á frestun. Svo fór nú ekki, Ferguson setti bara upp Nike húfu og bar hana á höfði allan leikinn, eitthvað sem ég man varla eftir að hafa séð áður. Byrjunarlið United kom mér aðeins á óvart. Ferguson ákvað að spila ekki „official“ kantmönnunum heldur færði Cleverley upp á vinstri kantinn og var síðan með Welbeck á þeim hægri. Jones var svo staðsettur með Carrick sem varnartengiliður og Kagawa í hlutverki sóknartengiliðs en ekki Rooney eins og maður bjóst kannski við. Svona leit þetta semsagt út:
Manchester United 1:0 West Ham
Sir Alex gerði tíu breytingar á byrjunarliði, enda var þessi leikur allt í einu hættur að vera leiðindatruflun milli erfiðra deildarleikja og í staðinn fínn til að koma með menn til baka úr meiðslum og auka leikæfingu.
Það tók ekki langan tíma þangað til Wayne Rooney tók upp markaþráðinn þar sem hann hafði skilið við hann fyrir meiðsli. Anderson átti frábæra sendingu upp á Hernandez sem var hárfínt réttstæður, óð upp í teig og lagði boltann snyrtilega fyrir Rooney sem skoraði í opið mark.