Fyrsta jafnteflið á þessu tímabili staðreynd. Eftir að hafa tekið forystuna snemma í leiknum þá leit þessu leikur rosalega vel út. Svo jöfnuðu Swansea eftir hræðilegan varnarleik okkar mann þá ná þeir að pota honum inn. Það sem eftir var af fyrri hálfleik réðu heimamenn algjörlega leiknum, spilamennskan okkar minnti á síðasta hálftímann gegn Sunderland síðustu helgi.
Leikskýrslur
Manchester United 3:1 Sunderland
Eftir frábæra frammistöðu um síðustu helgi gegn Man City var komið að því að leika gegn Sunderland heima. Fyrirfram var þetta svolítið hættulegur leikur, það er alltaf erfitt að halda uppi einbeitingu eftir jafn stóran sigur og gegn City, plús að United hefur verið í bölvuðu basli með liðin í neðri hluta deildarinnar á þessu tímabili. Chris Foy var dómari leiksins, veður var milt, 8 stiga hiti, 11km/klst vindur úr SSV, 85% raki og 988 mb loftþrýstingur. Svona var liðið skipað:
City 2:3 UNITED
Þvílíkur leikur, þvílík dramatík.
Ég vil byrja á því að þakka Arsene Wenger kærlega fyrir að selja okkur Robin van Persie. Þetta eru kaupin sem munu skilja að liðin þegar stigin eru talin í vor.
Að leiknum,
Það er óhætt að segja að United-menn hafi verið nokkuð svartsýnir fyrir þennan leik. Útreiðin á Old Trafford og ömurleikinn á Etihad á síðasta tímabili hafa líklega haft eitthvað með það að gera. Þegar blaðamennirnir birtu liðin á Twitter var ljóst að Sir Alex hafði komið öllum að óvörum:
Manchester United 0:1 CFR Cluj
Um fyrri hálfleikinn er varla margt að segja, leikurinn skipti engu máli fyrir okkur og það sást mjög vel. Áttum reyndar nokkur hálffæri sem á góðum degi hefðu getað orðið mörk. Cluj átti tvo sénsa en Wootton bjargaði frábærlega með vel tímasettri tæklingu og svo varði David de Gea vel skalla af stuttu færi. Rétt fyrir lok hálfleiksins kom Paul Scholes inná fyrir Tom Cleverley sem varð fyrir smá hnjaski en það virtist ekki alvarlegt, vonandi verður hann tilbúinn fyrir leikinn gegn City á sunnudaginn.
Reading 3:4 Manchester United
Liðið aðeins öðruvísi en ég setti það upp áðan.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Anderson Fletcher
Rooney Van Persie Young
Skemmst frá því að segja eftir þokkalega byrjun United kom sending inn á teig okkar á 8. mínútu, Jonny Evans skallaði úti teiginn og Robson-Kanu afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Fjórtánda skiptið í vetur sem United lendir undir. En United var óvenju snöggt að svara þessu og tvö mörk á þrem mínútum komu United yfir, Fyrst skoraði Anderson með þrumuskoti úr teignum eftir góða sendingu Young, og síðan Rooney úr víti eftir óhemju klaufalegt brot á Evans.