Enn og aftur tekst þessu liði að valda vonbrigðum. Spilamennska liðsins fyrsta hálftíma leiksins var hrein og bein hörmung. Aston Villa komst verðskuldað yfir snemma í leiknum með glæsimarki Jack Grealish. Eftir það héldu gestirnir áfram og voru allt eins líklegri til að bæta við marki en United af jafna. Nokkrum mínútum fyrir hálfleik átti Andreas Pereira fína fyrirgjöf í teiginn á Marcus Rashford sem skoraði með skalla en markið var einhverra hluta vegna skráð sem sjálfsmark Tom Heaton. Staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.
Leikskýrslur
Manchester United 3:1 Brighton
Leikurinn
Í upphituninni fyrir þennan leik velti ég því upp hvaða United lið myndi mæta til leiks í dag. Svarið var 2007-08 United. Traustur varnarleikur og leiftrandi skyndisóknir þar sem bakverðir og kantmenn voru mjög flottir. United ansi nálægt því að stilla upp sínu besta byrjunarliði í dag þrátt fyrir töluverð meiðsli í hópnum. Brighton stillti upp ansi lágstemmdu liði að mínu mati og voru með nokkra ágætis leikmenn á bekknum. Dómari leiksins Jon Moss átti mjög góðan dag sem var nauðsynlegt því að Brighton voru frekar grófir en komust upp með lítið og sama má segja um United. Reyndar spurning hvort Brandon Williams hafi verið heppinn að sleppa með gult spjald í seinni hálfleiknum en VAR-sjáin VAR ekki á því.
AZ Alkmaar 0:0 Manchester United
Manchester Utd 1:1 Chelsea
United stimplaði sig út úr baráttunni um 4. sætið í dag. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Juan Mata laglegt mark eftir gott samspil liðsins. Undir lok hálfleiksins gerði De Gea enn ein mistökin sem urðu til þess að Chelsea náði að jafna þennan leik. Þetta virtist slökkva alveg í þessu liði sem hefur andlegan styrk á við plastpoka. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og ákvað dómari leiksins að vera í stíl. Marcus Rojo var mjög heppinn að fá ekki rautt spjald en hann átti tvær ljótar tæklingar í leiknum. 1:1 jafntefli staðreynd í döprum fótboltaleik.
Manchester United 2:1 West Ham
Ole Gunnar Solskjaer talaði um að United þyrfti að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum til að tryggja þáttöku í Meistaradeildinni. Liðið tók öll stigin í dag en frammistaðan var algjörlega ósannfærandi. Solskjaer hvíldi nokkra leikmenn í dag og fengu nokkrir leikmenn séns til að sýna eitthvað til að réttlæta betri samning eða hreinlega til að sannfæra stjórann um að selja sig ekki. Helst ber þar að nefna Marcos Rojo, Juan Mata og David de Gea. West Ham skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að það var rangur dómur og sem betur fer er VAR ekki komið ennþá í gagnið í Úrvalsdeildinni. Frammistaða Rojo var þannig að hans yrði varla saknað ef hann fer. Reyndar var hann að spila í bakverði sem er ekki hans sterkasta staða. Juan Mata lék ágætlega og vann vítaspyrnuna sem Paul Pogba skoraði úr. Sameiginleg mistök David de Gea og Marcos Rojo urðu til þess að West Ham tókst að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Mata var óheppinn með að vera sá sem fórnað var til setja Marcus Rashford inná en þeir Jesse Lingard og Anthony Martial höfðu verið talsvert daprari. Sá síðarnefndi vann einnig vítaspyrnu seint í leiknum og aftur skoraði Pogba. 2:1 sigur staðreynd en frammistaðan engan veginn nógu góð.