Byrjunarliðinu var stillt upp til sóknar sem tók ekki nema 31 sekúndu að skila árangri þó að skot Robin van Persie tæki stóran boga eftir að hafa farið í varnarmann og svifi þannig í markið óverjandi fyrir Jaaskelainen. Krafturinn sýndi sig hins vegar næsta kortérið, miðjan miklu mun ákveðnari en hún hefur verið í undanförnum leikjum og breytingarnar því að gefa góða raun. West Ham reyndi að komast inn í leikinn og Lindegaard fékk að verja aðeins en upp úr miðjum hálfleiknum fór United að taka völdin. Jaaskelainen varði nokkur langskot og pressa United jókst en þeir áttu erfitt með að skapa færi. Eins og miðjan var vel mönnuð vantaði vídd í leikinn til að gefa aukna möguleika og teygja á vörninni.Það var helst að Patrice Evra væri að gera skurk á vinstri kantinum. Seinni hluta hálfleiksins voru okkar menn með leikinn á sínu valdi og hleyptu West Ham hvergi áfram. Enda endaði hálfleikurinn þannig að United hafði verið með boltann 70% af leiknum.
Leikskýrslur
Manchester United 3:1 Queens Park Rangers
Jæja, enn einn leikurinn þar sem United lendir undir og kemur tilbaka. Þessir leikir ættu að koma með viðvörun til hjartveikra.
Fyrri hálfleikur leiksins var ekki dæmi um góðan knattspyrnuleik. Hrafnistubolti á við leikinn gegn Norwich. Líkt og Felipe Melo í Champions League þá komst Scholes upp með nokkrar vel hressar tæklingar. Rooney áttu nokkur ágætis skot og van Persie átti skot í hliðarnetið sem einhverjum sýndist þó hafa farið í markið. Engin mörk voru skoruð í hálfleiknum, eða ætti ég að segja engin lögleg mörk.
Galatasaray 1:0 Manchester United
Eins og byrjunarliðið sannaði þá fengu ungu strákarnir að njóta sín og meðalaldurinn á varamannabekknum ekki hár.
Fyrsta skot leiksins átti hinn ungi Nick Powell sem markvörðu Tyrkjanna greip auðveldlega. Nick Powell var svo tæklaður gróflega af Felipe Melo sem slapp við spjald. Skömmu seinna áttu heimamenn hörkuskot sem Lindegaard varði. Semih Kaya fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Alex Büttner sem var á hörkusprett upp völlinn. Felipe Melo virtist vera á sérdíl hjá dómaranum, gæti verið kominn með 3 gul spjöld fyrsta hálftíma leiksins en fékk ekkert. Lindegaard varði aftur vel hörkuskot frá Altintop. Nick Powell átti svo skalla í slánna eftir fyrirgjöf frá Anderson. Fínn fyrri hálfleikur og fjörugur undir lokin en staðan samt sem áður markalaus.
Norwich 1:0 Manchester United
Þetta var hrikalegt. Ég nenni ekki að eyða einni sekúndu í að skrifa um þennan leik. Í staðinn geta menn velt eftirfarandi fyrir sér:
Aston Villa 2:3 Manchester United
Enn einn háspennuleikurinn hjá Manchester United á þessu tímabili, að þessu sinni gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Villa þurfti nauðsynlega á stigum að halda því liðin fyrir neðan náðu jafnteflum fyrr í dag, fyrir utan QPR sem tapaði enn einum leikum. Villa eiga líka erfiða leiki framundan gegn Man City og Arsenal þannig að það var mikilvægt fyrir þá að koma grimmir til leiks og reyna að hirða einhver stig. Stigin voru ekki síður mikilvæg fyrir United þar sem Man City og Chelsea eiga ansi erfiða leiki fyrir höndum á morgun gegn Tottenham og Liverpool, töpuð stig þar geta sett rauðu djöflana í góða stöðu.