Fyrir leikinn var United á toppi riðilsins með 9 stig og þurfti 1 stig til að tryggja sig áfram. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 23 mínúturnar. Heimamenn fóru að sækja í sig veðrið og sýndu ágætis sóknartilburði en áttu engin dauðafæri fyrir utan skalla í stöng sem De Gea hefði þó líklega varið. United voru töluvert meira með boltann eða í kringum 60% en áttu aðeins eina marktilraun sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nani sem byrjaði leikinn sást ekkert í hálfleiknum nema þegar hann tók innköst. Markalaust í hálfleik.
Leikskýrslur
Manchester United 2:1 Arsenal
Enn einu sinni hefst United sigur með einu marki, en í þetta skiptið sýnir markatalan ranga mynd af leiknum.
Leikurinn var varla byrjaður þegar veikleiki Arsenal varnarinnar gerði vart við sig. Santos fylgdi Rafael ekki vel eftir og leyfði fyrirgjöf inn á teiginn, en Vermaelen gerði mjög skemmtileg mistök og gaf því sem næst beint á Robin van Persie sem afgreiddi boltann örugglega í hornið.
Chelsea 5:4 Man Utd – deildarbikar
Hvar skal byrja?
Þessi leikur var frábær skemmtun og leit mjög vel út allt þar á 94. mínútu. Ég nenni ekki að fara yfir á hvaða mínútu mörkin komu og allt það. Í staðinn ætla ég bara að nefna nokkra hluti sem mér fannst athyglisverðir við þennan leik.
Byrjum á byrjunarliðinu. United stillti upp hefðbundnu deildarbikarliði. Vegna meiðsla varnarmanna okkar fengu M.Keane og S. Wooton tækifæri á ný í byrjunarliðinu ásamt Büttner. Rafael var í hægri bak til þess að gefa varnarlínunni smá reynslu (!). Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað 5-4 fyrir Chelsea er ekki annað hægt en að hrósa Wooton og Keane. Allt fram á 94. mínútu stoppuðu þeir nánast allt sem kom að marki United og stóðu sig einstaklega vel. Það eru svo tvenn mistök sem hiklaust er hægt að skrifa á reynsluleysi og þreytu sem gefa Chelsea mark númer 3 og 4. Wooton gerði mistökin en stóð sig annars vel. Ég var samt sérstaklega hrifinn af Keane, mér fannst hann standa sig mjög vel og ég held að hann geti alveg dekkað þessa stöðu vandræðalaust ef meiðslin halda áfram. Auðvitað er grátlegt að mistök Wooton hafi kostað okkur sigurinn í þessum leik en þetta fer í reynslubankann og það er ómetanlegt.
Chelsea 2:3 Manchester United
Þetta var nú meiri leikurinn krakkar mínir, fimm mörk, tvö rauð spjöld, og þrjú hrikalega mikilvæg stig. Manchester United spilaði sitt klassíska 4-4-2 kerfi með þá Rooney og Van Persie frammi, eitthvað sem allir vilja um hverja helgi en stjórinn hefur haft aðrar hugmyndir í haust. Fyrir leik fannst mér það mjög góð ákvörðun hjá Ferguson breyta yfir í 4-4-2 til að koma höggi á plön Chelsea, sem hafa eflaust stúderað 4-2-3-1 kerfið í þeim tilgangi að finna veikleika. Di Matteo sagði þó í viðtali fyrir leikinn að hann hefði verið tilbúinn fyrir þessar breytingar, en auðvitað segir hann það.
Manchester United 3:2 Braga
Rússíbanakvöld í boði Manchester United.
Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir okkar menn. Eftir 90 sekúndur voru Braga-menn komnir yfir og þar var að verki tískufyrirmynd Anderson, leikmaður að nafni Alan. Hann var umkringdur varnarmönnum United en náði engu að síður skallanum og inn fór boltinn. Eftir markið var United meira með boltann en Braga ógnaði með fámennum skyndisóknum. Það var úr þannig sókn sem Braga komst í 0-2. Éder og Alan voru einir gegn svona átta United-mönnum. Éder fíflaði miðvörðinn Carrick alveg við hliðarlínuna, gaf inn í teig þar sem Jonny Evans var að horfa á einhverja sæta stelpu upp í stúku, í það minnsta ekki neitt að pæla í því hvern hann ætti að vera að dekka. Alan nýtti sér það og skoraði ágætis mark, staðan 0-2.