Þegar liðsuppstilling kom sást að blása átti til sóknar gegn Stoke. Van Persie, Rooney og Welbeck allir í liðinu, Valencia eini ekta kantmaðurinn og Scholes og Carrick á miðjunni.
United byrjaði nokkuð betur og átti gott spil, en sköpuðu ekki mikið. Ein af fyrstu sóknum Stoke gaf hins vegar aukaspyrnu næstum úti við hornfána eftir klaufalegt brot Scholes. Charlie Adam tók aukapyrnuna, góð fyrirgjöf inn í teig og þar kom Wayne Rooney og skoraði sjálfsmark með góðum skalla af markteig. Gjörsamlega óverjandi fyrir de Gea. Hrikalega slysaleg byrjun.