Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
Leikskýrslur
Manchester Utd 2:2 Burnley
Leikurinn
Það hlaut að koma að því að þessi sigurhrina myndi enda. En einhvern veginn bjóst maður vikki við því að það myndi gerast gegn Burnley á Old Trafford. Leikurinn sýndi að það er enn ansi langt í land þó svo að margt hafi lagast heilmikið. Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður og átti Marcus Rashford að skora í upplögðu færi en á einhvern ótrúlegan hátt tókst það ekki. Það hjálpaði heldur ekki neitt að Anthony Martial hafði meiðst aðeins fyrir leikinn og þurfti því að gera breytingu á sóknarleiknum sem virkaði bara alls ekki. Tom Heaton varði svo þessi fáu skot sem rötuðu á rammann. Burnley komust yfir snemma í seinni hálfleik með marki frá Ashley Barnes eftir mistaka kokteil hjá United þar sem Andreas Pereira átti mesta sökina. Ole tók sinn tíma að gera breytingar en það voru þeir Pereira og Romelu Lukaku sem voru teknir af velli en Jesse Lingard og Alexis Sánchez leystu þá af hólmi. Heimamenn pressuðu stöðugt en bjuggu ekki til nógu mikið af færum. Chris Wood kom svo Burnley í 0:2 á 83. mínútu og aftur var varnarmistökum um að kenna. Þetta stefndi í að ætla að vera einstaklega svekkjandi kvöld og dæmigert fyrir tímabilið í heild. United fékk vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar og skoraði Paul Pogba örugglega framhjá Heaton sem á alltaf leik lífs síns í þessum viðureignum. Dómarinn bætti svo við 5 mínútum af „Ólatíma“ og vaknaði smá von um að hægt væri að bjarga kvöldinu. Það gerðist svo á 92. mínútu þegar Victor Lindelöf skoraði eftir frákast en Heaton hafði varið mjög vel og boltinn hrokkið til Svíans sem gerði allt rétt. Niðurstaðan 2:2 jafntefli og Solskær enn ósigraður.
Manchester City 2:3 Manchester United
Því er oft hent fram að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika. Það átti heldur betur við á Etihad í dag. Þó að tímabilið í heild hafi verið ákveðin vonbrigði þá eru samt leikir eins og þessi sem munu lifa lengi í minningunni.
Manchester United 2:0 Huddersfield
Manchester United lagði Huddersfield Town með tveimur mörkum gegn engu. Það var risa yfirlýsing hjá Mourinho að byrja þennan leik með Paul Pogba á varamannabekknum eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Tottenham í miðri viku. Það var ekki eina breytingin sem gerð var á liðinu en Marcus Rojo og Luke Shaw fóru í vörnina í stað þeirra Ashley Young og Phil Jones en sá síðarnefndi var ekki einu sinni í hóp frekar en Ander Herrera. Eins og kom fram þá var Pogba settur á bekkinn en hinn ungi og efnilega Scott McTominay fékk sénsinn en hann er einn af þessum efnilegu strákum sem Mourinho hefur verið að gefa tækifæri í vetur.
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
Eftir strembna fjögurra leikja hrinu þar sem leikið var á útivelli var loksins komið að leik á Old Trafford. Ekki voru miklar sviptingar í leikmannahópi Manchester United en Eric Bailly kom tilbaka eftir mánaðar fjarveru sökum meiðsla og munar um minna. Sömu sögu er ekki hægt að segja um lið Tottenham Hotspur en liðið var án Harry Kane sem meiddist í leiknum gegn Liverpool á Wembley. Bæði lið þurftu nauðsynlega þrjú stig úr þessum leik til að halda í við Manchester City.