Í kvöld var förinni heitið til Wales í 16. liða úrslitum deildarbikarsins. Eins og við var að búast mætti United með hálfgert varalið á völlinn þar sem okkar bíður erfiður heimaleikur gegn Tottenham sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. Lykilmenn eins og De Gea, Mkhitaryan, Mata og Valencia voru hvíldir og Lukaku og Matic komu inná sem varamenn. Liðið var því talsvert breytt frá deildarleiknum um síðustu helgi og nokkrir af ungu strákunum fengu að spreyta sig.
Leikskýrslur
Huddersfield 2:1 Manchester United
Þetta er var bara andskoti léleg frammistaða hjá okkur mönnum í dag. Liðið var hægt, fyrirsjáanlegt og ógnaði marki Huddersfield aldrei að neinu viti. Leikmenn Huddersfield voru að berjast virkilega vel í leiknum og átti alveg skilið að vinna þennan leik. Það má deila um hvort að United hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum eftir að það virtist sem að Kachunga hefði brotið á Herra inni í teig. United lifnaði aðeins við undir lok leiksins þegar Lukaku lagði upp mark fyrir Rashford en það reyndist einfaldlega of lítið og of seint.
Manchester United 4:0 Everton
Það var enginn Ander Herrera í byrjunarliðinu, en Ashley Young hélt sæti sínu en þurfti að færa sig yfir í vinstri bakvörðinn.
Í liði Everton var hins vegar ein breyting sem kom á óvart, Sandro Ramirez var ekki með en Wayne Rooney var treyst fyrir að vera fremsti maður
Leikurinn var varla byrjaður þegar United var komið yfir. United sótti og Everton bakkaði alltof alltof mikið. Nær allir Everton menn voru inni í teig þegar Matić fékk boltan rétt utan vítateigshorns vinstra megin, hann gaf boltann í sveig óáreittan þvert fyrir teiginn, sendingin skoppaði einu sinni og var í hnéhæð þegar Antonio Valencia smellihitti hann og skoraði, óverjandi fyrir Jordan Pickford.
Swansea City 0:4 Manchester United
José Mourinho sá ekki frekar en stuðningsmenn United ástæðu til að breyta liðinu sem rústaði West Ham um síðustu helgi en það var Swansea sem sótti í byrjun. Fyrstu tilraunir þeirra voru stöðvaðar en á þriðju mínútu kom boltinn upp vinstra megin, Bailly hreinsaði beint í Ayew sem komst í gegn og alla leið inn í teig, De Gea fór út og bjóst við fyrirgjöf en Ayew vippaði boltanum framhjá honum og í slána. Stálheppnir þar United. Strax á næstu mínútu kom Lukaku í sókn, reyndi að renna boltanum á Rashford en vörnin blokkaði og viðstöðulaust skot Lukaku fór síðan framhjá.
Ajax 0:2 Manchester United – United Evrópudeildarmeistarar!
Lið Manchester United var lítið eitt breytt frá því sem spáð var, Juan Mata var valinn frekar en Big Game Jesse og Chris Smalling fékk miðvarðarstöðuna frekar en Phil Jones, að sögn Mourinho vegna þess að Smalling kom fyrr úr meiðslunum.
Varamenn: De Gea, Jones, Fosu-Mensah, Lingard 74′, Carrick, Martial 84′, Rooney 90′
Lið Ajax var eins og við var búist, nema í stað Tete var Riedewald í vinstri bakverði.