Getum við spilað við Leverkusen í hverri viku? Langbesta frammistaða liðsins á tímabilinu og liðið komið áfram í 16. liða úrslit. Frábær frammistaða hjá okkar mönnum og 0-5 útisigur staðreynd. Stærsti útisigur í þessari keppni frá því að liðið vann Shamrock Rovers 0-6 árið 1957 og fyrsta tap Leverkusen á heimavelli síðan í mars. Þessi David Moyes, ha? Hann kann ekkert á þessa Evrópukeppni!
Bayer Leverkusen
United ferðast til Leverkusen
Á morgun spilar Manchester United við Bayern Leverkusen í Þýskalandi í 5. umferð riðlakeppnis Meistaradeildarinnar. Staðan í riðlinum er svona:
Með sigri getur því annaðhvort liðið svo gott sem gulltryggt sig áfram í næstu umferð.
Andstæðingurinn
Okkar menn spilaðu einn af sínum bestu leikjum á tímabilinu þegar Leverkusen kom í heimsókn á Old Trafford í september og náðu með ágætum árangri að stöðva hættulegasta leikmann Leverkusen, Sidney Sam. Hann meiddist hinsvegar um helgina í 0-1 útisigri á Herthu Berlín. Hinir tveir lykilmennirnir verða þó í fullu fjöri, framherjinn Stefan Kießling og kantmaðurinn Son Heung-Min og verðum við að finna leið til þess að stoppa þá tvo en þeir hafa skorað, ásamt Sam, megnið af mörkum Leverkusen á tímabilinu.
Manchester United 4:2 Bayer Leverkusen
Maður vissi ekki alveg við hverju maður átti að búast fyrir þennan leik. Síðustu ár hefur liðið verið steingelt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, satt best að segja var oft hundleiðinlegt að horfa á þá. Bætum því við að David Moyes hefur aldrei stýrt liði á þessu stigi knattspyrnu.
Þegar byrjunarliðið var hinsvegar birt var slegið á allan vafa og efa sem maður hafði fyrir þennan leik. Moyes stillti upp sterku byrjunarliði. Kagawa var frelsaður og fékk að byrja ásamt Fellaini. Maður fann bara á samfélagsmiðlunum eftir að liðið hafði verið birt að menn voru spenntir fyrir því að horfa á þennan leik. Byrjunarliðið var svona:
Bayer Leverkusen koma í heimsókn
Þá er komið að fyrsta meistaradeildarleik David Moyes sem stjóri Manchester United. Hann stjórnaði Everton í umspili um sæti í riðlakeppninni 2005-06 en tapaði báðum leikjunum gegn Villarreal 2-1, samtals 4-2. United hafa oft átt auðveldari riðla í þessari keppni og á Ferguson að hafa sagt að þetta sé erfiðasti riðill United til þessa. Þó þetta séu ekki stærstu og bestu lið sinna deilda fyrir utan Shakhtar Donetsk sem reyndar hafa misst töluvert af leikmönnum í sumar, Fernandinho til City og Henrikh Mkhitaryan til Dortmund bera þar hæst. Real Sociedad voru ef ég man rétt ríflega 30 stigum á eftir meisturum Barcelona í spænsku deildinni síðasta tímabil en spænsk lið eru mjög teknísk og geta reynst okkur erfið.
Andstæðingar og leikdagar í Meistaradeildinni
FC Shakhtar Donetsk
Shakhtar eru Úkraínumeistarar, þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í deild þeirra bestu. Fyrir utan Úkraínska leikmenn þá leikur mikill fjöldi Brasilíumanna með liðinu. Af þeim eru kannski Fred, Bernard, Luis Adriano og Douglas Costa þekktastir. Aðdáendur enska boltans muna kannski eftir króatíska brassanum Eduardo sem lék með Arsenal um árið, annar Króati, hinn öflugi Dario Srna leikur einnig með liðinu. Shakhtar unnu UEFA Cup árið 2009, áður en keppninni var breytt í Evrópudeildina (Europa League). Liðið hefur orðið meistari í heimalandinu 8 sinnum. Heimavöllur liðsins er Donbass Arena og tekur hann rúmlega 52.000 manns í sæti. Þjálfari liðsins er hinn rúmanski Mircea Lucescu sem einnig hefur þjálfað lið eins og Internazionale, Galatasaray, Besiktas og rúmenska landsliðið. Leikum gegn Shakhtar 2.október og 10.desember.