Jæja, þá er stjórinn búinn að koma með sýna útgáfu af byrjunarliðinu. Skoðum hvað hann leggur til.
Lindegaard
Rafael Evans Ferdinand Evra
Nani Scholes Carrick Giggs
Kagawa
Van Persie
Bekkur: De Gea, Anderson, Rooney, Hernandez, Welbeck, Cleverley, Wootton
Jæja, ekki alveg eins og ég spáði, en samt sem áður ekkert sem kemur á óvart, nema kannski að það er smá útfærslubreyting á kerfinu. Virðast ætla að spila meira 4-4-1-1, mér lýst bara vel á það! Markverðirnir halda áfram að skiptast á, þeir gömlu halda sínum sætum, Rooney kemur ekki inn eins og ég hafði spáð (og vonað) og Nani er á sínum stað þrátt fyrir vandræði hans í vikunni. Kannski hefur Ferguson ekki aðra möguleika varðandi Nani, fyrst Valencia og Young eru meiddir, en það voru sögur á kreiki þess efnis að stjórinn hafi verið brjálaður yfir því að Nani hafi slegið Petrucci á æfingarsvæðinu í vikunni. Ef öll sú saga reynist rétt, þá er Nani ekki refsað fyrir það, allavega eins og er.