Tvö sigursælustu lið Englands í Evrópukeppnum mætast í fyrsta sinn í Evrópukeppni á morgun. Til að gleðja Liverpool stuðningsmenn í fyrsta og eina sinn á leiktíðinni, þá skal því haldið til haga að Liverpool hefur vissulega unnið fleiri Evróputitla en United og mun tækifærið á morgun eflaust verða notað til að minna á það.
Liverpool
Liverpool verða andstæðingarnir í Evrópudeildinni
Manchester United mætir engum öðrum en Liverpool í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikirnir fara fram 10. og 17. mars. Seinni leikurinn er á Old Trafford
Aðrir leikir:
Shakhtar Donetsk – Anderlecht
Basel – Sevilla
Villareal – Leverkusen
Athletic Club – Valencia
Sparta Prag – Lazio
Dortmund – Tottenham
Fenerbahce – Braga
Minnum á lesefni vikunnar og skýrsluna um sigurinn á Midtjylland
Liverpool 0:1 Manchester United
Manchester United stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum við Newcastle á þriðjudaginn
Varamenn:Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Mata, Memphis.
Lið Liverpool
Fyrstu tíu mínúturnar voru ansi frísklegar. United sótti þó nokkuð en skapaði lítið og það kom ekki á óvart að fyrsta færið var frá Liverpool. Lucas gaf langa sendingu fram sem Lallana komst fyrstur í en skallaði beint á De Gea sem var kominn vel út á móti. Firmino fékk síðan boltann en skaut framhjá. Rúmri mínútu síðar var Lucas aftur á ferðinni með flotta sendingu en Darmian komst vel fyrir Milner og skot Milner fór hátt yfir.
Liverpool á Anfield á morgun
Stærsti slagurinn í Englandi er á morgun. Liðið í sjötta sæti kemur í heimsókn til liðsins í níunda sæti.
Já, það er nú bara þannig.
Vandræði þessara risa undanfarið hafa ekki farið fram hjá neinum. Liverpool mætir með nýjan stjóra frá því liðin mættust síðast í leik þar sem Anthony Martial stimplaði sig svo rækilega inn. Brendan Rodgers entist innan við mánuð eftir þetta og Jürgen Klopp sem ótaldir United stuðningsmenn vildu nú frekar sjá á Old Trafford en Anfield en svona er lífið. Gengi Liverpool hefur ferið frekar ójafnt síðan Klopp tók við, góðir sigrar, en slæm töp á móti. Liverpool átti þó stórfínan leik á miðvikudaginn var þegar þeir gerðu 3-3 jafntefli við Arsenal og Roberto Firmino átti fínan leik, nokkuð sem hefur ekki verið oft raunin.
Manchester United 3:1 Liverpool
Einstaklega mikið hefur verið ritað og rætt um að United sé í einhverri krísu. Leikmannaveltan hefur verið sérstaklega umdeild. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiðist Wayne Rooney og United neyddist til að byrja með Marouane Fellaini uppá topp. Góðu fréttirnar voru þær að David de Gea skrifaði undir nýjan samning og datt strax í byrjunarliðið. Liverpool var án þeirra Philippe Coutinho og Jordan Henderson í dag.