Eins og allir vita er baráttan um Ísland framundan, Manchester United og Liverpool mætast í stórleik umferðarinnar kl. 13.30 á sunnudaginn. Við Kristján Atli hjá Kop.is höfum verið að henda póstum á milli okkar það sem af er vikunnar og ræddum við ýmislegt í tengslum við þennan leik, liðin tvö og deildina almennt. Þetta er vonandi ágætis upphitun fyrir stórleikinn og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:
Liverpool
Manchester United 1:0 Liverpool
Það er aldrei leiðinlegt að sigra Liverpool og hvað þá að slá þá út úr bikarkeppni. Þetta er bara deildarbikarinn en það er öllum sama um það í augnablikinu. Fínasti 1-0 sigur á erkifjendunum staðreynd. Þetta var opin og skemmtilegur leikur og allt annað en leikur þessara liða í deildinni í byrjun mánaðarins. Rétt í þessu var svo dregið í 4. umferð keppninnar og þar mætum við Norwich á Old Trafford. Leikurinn fer væntanlega fram þann 30. október.
Liverpool mætir á Old Trafford
Á morgun fer fram síðasti leikurinn í þessari gríðarlega erfiðu leikjahrinu í upphafi tímabilsins. Hún var nú alveg nógu erfið fyrir áður en við drógumst gegn Liverpool í deildarbikarnum en við spilum við þá annað kvöld á Old Trafford. Þó maður kjósi helst að fá veikari andstæðinga í þessum mjólkurbikar verður að segjast að það er bara fínt að fá Liverpool í heimsókn eftir afhroðið á sunnudaginn.
Liverpool 1:0 United
Það er ekkert sem United-stuðningsmenn hata meira en að tapa gegn Liverpool. Til þess að nudda salti í sárin fleytti þetta tap Liverpool á toppinn fyrir landsleikjahlé sem mun virka eins og vítamínsprauta á sjálfstraust þeirra. Ég var verulega pirraður eftir leikinn og ákvað því að bíða með þessa leikskýrslu til þess að koma í veg fyrir að ég myndi skrifa einhverja knee-jerk færslu.
Liverpool á morgun
Í fyrramálið stígur United liðið upp í rútu og ekur stuttan spöl upp M62 hraðbrautina og heimsækir bæli óvinarins kl 12.30 að íslenskum tíma.
Stærsti útileikur vetrarins, a.m.k. fyrir okkur hér uppi á Íslandi, og ennþá fyrir marga á Englandi er á dagskrá áður en tímabilið er varla hafið. Þrefið og slefið yfir leikmannamálum hefur fengið alla athygli manna síðustu daga og varla að ég hafi tekið eftir því að þessi leikur væri að koma. En nú þarf að einbeita sér að því sem skiptir máli, Fellaini, Baines, de Rossi, Herrera og Ronaldo verða af athyglinni í dag.