Góður vinur Rauðu djöflanna er hér mættur á ný, Halldór Marteinsson lagðist í rannsóknir á bakvarðaskiptingum Louis van Gaal og varð vel við bón okkar um að fá að birta þær hér.
Bakvarðaskiptingar Manchester United
Eftir því sem liðið hefur á tímabilið hefur mér fundist pirringur út í að því er virðist endalausar bakvarðaskiptingar van Gaal fara stigmagnandi. Ég hef fundið það hjá sjálfum mér auk þess sem ég hef séð sífellt fleiri kaldhæðnar vísanir í bakvarðaskiptingar á hinum ýmsu samfélagsmiðlum í umræðum um Manchester United. Þegar enski boltinn fór í páskafrí ákvað ég að skoða hvort þessi pirringur væri rökréttur eða hvort maður væri kannski að mikla þetta mál aðeins fyrir sér.