Ansi viðburðarríkum rússíbanaglugga er lokið og því er tilvalið að kíkja aðeins á þá leikmenn sem gengu til liðs við Manchester United.
Louis van Gaal
Ekki missa móðinn
Með tapinu gegn MK Dons í gær datt United út úr Meistaradeildinni og er einnig útséð með það að liðið geti unnið deildina enda aðeins 36 leikir og 108 stig eftir í pottinum. Eftir þessa útreið fer ritstjórn þessarar síðu fram á það að Louis van Gaal verði reki…
Þetta sagði Louis van Gaal í júlí:
Every club where I have been, I’ve struggled for the first three months. After that, they [the players] know what I want—how I am as a human being and also a manager, because I am very direct. I say things as they are, so you have to adapt to that way of coaching. It’s not so easy.
Fréttir & slúður
Tökum smá skurk í fréttum og slúðri varðandi United.
Í gær staðfesti Arsene Wenger að United væri eitt af þeim liðum sem hefði boðið í Thomas Vermaelen, í gærkvöldi komu svo fregnir af því að Barcelona hefði tryggt sér kaupin á honum vegna þess að Wenger vildi ekki selja til liðs í sömu deild. Gott fyrir Arsenal að Wenger virðist vera búinn að læra sína lexíu. Í dag kom þó staðfesting á því að Arsenal hefði viljað fá leikmann í skiptum frá United fyrir Vermaelen. Engin staðfest nöfn en menn telja að Wenger hafi annaðhvort viljað fá Smalling eða Jones. Auðvitað gat United ekki samþykkt það enda allur tilgangurinn með kaupunum á Vermaelen að auka breiddina í vörn United.
Verslunarmannahelgarnestið
Það er leikur annað kvöld og það kemur auðvitað upphitun fyrir hann í kvöld.
Annars er það helst að frétta að Glazerar ætla að nota tækifærið nú þegar gengi á bréfum í United er í sögulegu hámarki og selja svolítið af hlutabréfunum sínum. Selja á 8 milljón hluti, eða fimm prósent hluta í félaginu, og að auki 1,2 milljón hluti ef verð er sérlega hagstætt, samtals þá 5,75%. Gera má ráð fyrir að fyrir bréfin fásti 80-100 milljónir punda sem renna auðvitað beint í vasa þeirra systkinana.
Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins – LA Galaxy
Það styttist í upphafið á tímabilinu, fyrsti leikurinn á undirbúningstímabilinu er í nótt á þeim kristilega tíma 03.06. Enn hefur ekki fundist skýring á þessum 6 mínútum Skýringin er komin, sjá athugasemdir. Louis van Gaal hélt blaðamannafund í nótt og talaði um hvað hann væri svakalega ánægður með leikmenn sína:
I have to say that it has been fantastic. Maybe you think every trainer coach will say that when they are new, but I mean it. The players are very anxious to do what I say and follow the instructions of my assistants. The focus of what I have seen in training sessions is top level, but we have to see if the performances are also top level.