Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.
Louis van Gaal
Hann er mættur
Louis van Gaal er mættur til starfa:
Welcome to Manchester, Louis van Gaal. #mufc pic.twitter.com/g6ZeyQtESM
— Manchester United (@ManUtd) July 16, 2014
Our new boss is at the Aon Training Complex now, meeting the players and staff. #mufc pic.twitter.com/GfQxekRGwR — Manchester United (@ManUtd) July 16, 2014
Sjáið bara hvað Ed Woodward er glaður!
Nú fer gamanið að byrja. Fyrsti æfingarleikurinn er gegn LA Galaxy þann 23. júlí. Guardian greindi svo frá því í dag að Louis van Gaal myndi leggja línurnar fyrir tímabilið á fyrsta liðsfundinum. Markmiðið er einfalt. Titill nr. 21!
Louis van Gaal, við og þeir.
Nú er heimsmeistaramótinu í knattspyrnu lokið. Veislan er búin. Áhugamenn um venjulega sjónvarpsdagskrá Ríkissjónvarpsins eða heilbrigða samverustund fjölskyldunnar geta tekið gleði sína ný. Fyrir okkur hin var þetta bara upphitun, enski boltinn er handan við hornið.
Þetta mót hefur verið sérstaklega kærkomið fyrir okkur United-menn. Ekki nóg með það að það hafi hlíft okkur við endalausum ITK-týpum og Silly Season vangaveltum höfum við United menn fengið forskot á sæluna, ákveðin forsmekk af því sem koma skal:
Hvað er að frétta?
Það er af ýmsu að taka hjá United þessa dagana. Hér er það helsta:
Ný treyja var kynnt til leiks í gær. Þetta er fyrsta tímabilið þar sem Chevrolet auglýsir framan á búningum Manchester United:
Maður hefur séð þær verri. Eitthvað hefur borið á því að menn séu að kvarta undan því að Chevrolet-merkið sé fyrirferðamikið en fyrir 60 milljónir punda á ári held ég að þeir hafi rétt á smá aukaplássi á treyjunni.
Hvíldardagur?
Ja hérna hér.
Tveir dagar, tveir leikmenn, 56 milljónir.
Það var alveg kominn tími á að eyða peningunum sem streyma inn í klúbbinn í eitthvað annað en að greiða skuldir eigandanna. Woodward er greinilega búinn að læra eitthvað af síðasta sumri og vonandi hjálpar að vera kominn með stjóra sem þorir, og lætur hvorki Woodward né Glazera komast upp með neitt múður um peninga.