Vá, þessi heimsmeistarakeppni er að byrja svo vel og er strax orðin mun betri en Vuvuzela-leiðindin frá árinu 2010. Veislan er rétt að byrja.
Einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef horft á í sögu HM fór fram í gær þegar okkar menn, Robin van Persie og Louis van Gaal pökkuðu gjörsamlega saman ríkjandi heimsmeisturum Spánar í opnunarleik B-riðils. Það var hrein unun að fylgjast með útpældu leikkerfi Hollendinga gjörsamlega núlla út allt sem Spánverjar reyndu að gera. Er einhver sem getur ekki beðið eftir að sjá Louis van Gaal spreyta sig með Manchester United eftir þennan leik?