Þetta er held ég örugglega orðið ruglaðasta ‘silly season’ sem ég man eftir hvað United varðar.
Síðan við heyrðumst síðast fyrir tveim dögum:
- Tito Vilanova segir að Cesc vilji vera áfram.
- Reyndar var það í vor sem Cesc sagði það.
- Thiago segist hafa tekið ákvörðun um að fara til Bayern eftir að hafa talað við Pep eftir HM U-21. Áttum semsé aldrei séns.
- Wayne Rooney er “reiður og ringlaður” vegna þess að United er að fara illa með hann.
- Það er hollt að lesa hvað Moyes sagði í raun um Rooney. (Takk Kristjans)
- Chelsea býður 10 milljónir punda í Rooney, plús annað hvort Mata eða Luiz
- Chelsea neitar að hafa boðið leikmenn, segir það frá United komið til að hræra í leikmönnum Chelsea (en Chelsea er þá augljóslega ekkert að hræra í Rooney)
- Blaðamenn neita að ‘Mata eða Luiz’ slúðrið hafi komið frá United.
- Svona í millitíðinni berast fréttir um að Nani fái nýjan samning og sé alveg á tæru að sé sterklega inni í myndinni hjá Moyes.
- Andy Mitten, gegnheill United maður og traustur, segir alveg á hreinu að Fàbregas vilji spila og vilji koma til United en sé að bíða eftir að Barcelona taki fyrsta skrefið og segi í lagi að hann fari.
- Ed Woodward, stórleikari úr The Equa… nei ég meina varaforseti Manchester United yfirgaf túrinn í Ástralíu í gær og flaug heim til Englands, nei, ég meina, flaug „til Evrópu“ til að sinna „mikilvægum leikmannaviðskiptum“
- Þessi leikmannaviðskipti eru að tryggja okkur Fàbregas.
- Nei, Modrić, sem við fengum allt í einu aftur áhuga á. (Skv Tancredi Palmieri og Sky Italia. Nei, það eru ekki traustar heimildir)
- nú, eða Gareth Bale, sem Daily Mirror slær upp í dag að við ætlum að bjóða 60 milljónir punda í.
Er nema von menn verði ringlaðir!
En ef ég ætti að leggja undir pening í dag hvað gerðist þá þætti mér líklegustu atburðir næstu vikna vera þeir að Wayne Rooney fari, og Fellaini komi. Síðan virðist alveg séns að næla í Fàbregas. Ef Rooney verður notaður sem skiptimynt, er ekkert óvitlaust að vonast eftir t.d. Mata, sem er eiginlega vitað að Mourinho er alveg til í að láta frá sér. (Sama gildir um Luiz og Torres).