Það er leikur í kvöld og upphitunin er hér, en umræðan snúst núna alfarið um José Mourinho.
Eftir leikinn á þriðjudaginn á José að hafa komið inn í klefa þar sem sumir leikmenn voru hreinlega grátandi og sagðist ætla að taka á sig tapið: „When we win, we all win, when we lose, I lose alone“. Þetta kann að einhverju leyti skýra frammistöðu hans á blaðamannafundinum eftir leikinn þar sem hann talaði meðal annars um þau tvö skipti sem hann sem stjóri hafði slegið út United í meisteradeildinni, nokkuð sem þótti frekar dónalegt og ekki sæmandi manni sem núna væri stjóri United og ætti að koma þeim áfram. En eitt var víst, eftir leikinn var fókusinn fyrst og fremst á Mourinho, en ekki leikmönnum. Rætt var um að Mourinho hefði lagt upp með allt of varnarsinnað taktík, nokkuð sem er ljóst, en lítið talað um að leikmenn hefðu ekki staðið sig vel, þó sumir, eins og Lukaku segðu beint og óbeint að svo hefði verið raunin.