Ole Gunnar Solskjær ákvað að fara í 5-2-1-2 kerfið sitt sem hefur reynst ágætlega í stóru leikjunum á tímabilinu. Scott McTominay var settur á bekkinn eflaust einhverjum til gremju. Miðjutríóið Fred, Nemanja Matic og Bruno Fernandes fékk traustið en þeir félagar hafa náð vel saman frá því að sá síðastnefndi var keyptur undir lok janúargluggans.
Manchester City
Manchester City 0:1 Manchester United
Í kvöld fór fram síðari viðureign Manchesterliðanna í deildarbikarnum en brekkan var ansi brött eftir 1-3 tap á heimavelli. Ljóst var að United þurfi að eiga frábæran leik til að eiga möguleika á að snúa við taflinu en Ole Gunnar Solskjær gat því miður ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Hann stillti því upp í 5-3-2 með Luke Shaw í þriggja manna miðvarðarlínu og Williams og Wan-Bissaka í vængbakvarðarstöðum en þó líklega aftar á vellinum en gegn Tranmere um helgina.
Tekst United að endurtaka hið ómögulega?
Á síðasti tímabili tókst Manchester United að snúa tveggja marki tapi á heimavelli gegn PSG við með ævintýralegum sigri í París. Síðan þá hefur gengið og frammistaðan verið töluvert á niðurleið.
Manchester United 0:2 Manchester City
Eftir ágætis fyrri hálfleik náði United ekki að halda í við gestina í þeim síðari en enn og aftur skorar mótherjinn mörk sem virðast einfaldlega alltof auðveld. Lokatölur 0-2 á Old Trafford í kvöld og enn vinnur Manchester City borgarslaginn.
Ole ákvað að fara enn á ný í þetta 532/442 leikkerfi sitt þar sem Ashley Young virtist nokkurskonar bakvörður sem og kantmaður. Byrjunarlið kvöldsins var eftirfarandi;
Manchester City mætir á Old Trafford | Meistaradeildarsæti enn möguleiki
Þrátt fyrir afhroðið gegn Everton um síðustu helgi þá á Manchester United á einhvern ótrúlegan hátt enn möguleika á því að enda í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og tryggja sér þar með þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Eftir hörmulegt gengi undanfarnar vikur eru líkurnar á því hins vegar litlar sem engar. Það gæti þó breyst á morgun þegar ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Old Trafford.