José Mourinho gerði tvær breytingar á liði United fyrir leikinn í dag. Juan Mata og Anthony Martial fóru á bekkinn og inná kantana komu Henrikh Mkhitaryan og Jesse Lingard.
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Schneiderlin, Martial, Rashford
Fyrstu mínútur leiksins voru City sterkari, héldu boltanum vel á miðjunni og sóttu á. Bailly gaf aukaspyrnu af því taginu sem við erum farin að venjast þrátt fyrir stuttan feril hans hjá United, en City nýtti hana ekki. Bæði Mkhitaryan og Lingard voru óöruggir á boltanum og misstu hann hvað eftir annað, nú eða létu bara taka hann af sér.