Van Gaal kom aðeins á óvart í uppstillingunni, þegar hann valdi Valencia fram yfir Darmian í bakvarðarstöðunni. Að Carrick skyldi ekki byrja kom minna á óvart þó að vissulega sýndi það nokkuð traust á úthald Schweinsteiger að hann væri að byrja sinn þriðja leik á átta dögum.
Vincent Kompany kom inn í lið City fyrir Mangala og Fernando/dinho miðjan var notuð til að treysta miðjuna enn frekar, Touré var í holunni og Navas settur út af.