Stærsti leikur tímabilsins til þessa fer fram á morgun þegar toppliðin tvö frá Manchester mætast í 164. Manchester-borgarslagnum. Fyrir leikinn situr United á toppnum með 36 stig. City fylgir fast á hæla okkar manna en eftir að hafa aðeins fatast flugið undanfarið er liðið með þremur stigum færra eða 33 stig. Það er athyglisvert að City hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu í deildinni en Mancini og hans menn hafa hinsvegar verið að gera mörg jafntefli. Aðeins eru búnir 15 leikir af tímabilinu en samt hefur liðið nú þegar gert sex jafntefli. Það sama má hinsvegar ekki segja um Manchester United, liðið hefur ekki gert jafntefli í háa herrans tíð. Síðasta jafntefli kom í leiknum örlagaríka gegn Everton þann 22. apríl sl. (4-4) þar sem segja má að okkar menn hafi glutrað titlinum á síðustu leiktíð. United hefur hinsvegar tapað þremur leikjum í vetur en þessi algjöri skortur á jafnteflum er það sem skilur þessi lið að í töflunni.
Manchester City
Tilgangslausar staðreyndir fyrir leik helgarinnar
Eins og allir ættu að vita fer Manchester-borgarslagurinn fram á sunnudaginn. Í tilefni þess fór ég á bókasöfnin og skjalasöfnin og gróf upp nokkrar algjörlega tilgangslausar en jafnframt skemmtilegar staðreyndir svo menn geti nú aldeilis slegið um sig á barnum eða í stofunni heima og látið flæða úr viskubrunnum sínum. Upphitun fyrir leikinn sjálfan kemur svo inn á morgun.