Desember er rétt handan við hornið, með sínu gífurlega leikjaálagi fyrir ensk knattspyrnulið. Sérstaklega þau sem enn eru í deildarbikarnum og taka auk þess þátt í Evrópukeppni. Manchester United er auðvitað eitt þeirra, liðið hefur verið að spila 2 leiki í viku flestar vikur að undanförnu, nema rétt þegar landsleikjahlé hafa truflað það. Það er engin breyting á því þessa vikuna nema í þetta skiptið er það hvorki Meistaradeild Evrópu né deildarbikarinn sem á þennan þriðjudagsleik heldur úrvalsdeildin, fyrsti deildarleikur tímabilsins í miðri viku (en þó stutt í þann næsta).
Enska úrvalsdeildin