Manchester United tók á móti West Ham United á Old Trafford í dag í miklum baráttuleik sem skipti töluverðu máli fyrir komandi Meistaradeilarsætisbaráttu hjá báðum liðum. Eftir mikinn og misskemmtilegan baráttuleik stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Marcus Rashford poppaði upp á réttum stað á réttum tíma og stýrði flottri fyrirgjöf Cavani í netið af stuttu færi á lokasekúndum uppbótartíma. Alvöru baráttusigur og United skellti sér í fjórða sætið í bili.
Marcus Rashford
Manchester United 3:2 Atalanta
Það hafa sjálfsagt ansi margir verið búnir að reka Solskjær þegar Manchester United gekk inn í búningsklefa í hálfleik tveimur mörkum undir og í neðsta sæti F-riðils. En frábær endurkoma í seinni hálfleik þýðir að Manchester United er í efsta sæti riðilsins þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Áfram er spurningamerki um ýmislegt í spilamennsku liðsins og uppleggi en sem knattspyrnuáhugamaður og United-stuðningsmaður þá getur maður ekki annað en glaðst á svona kvöldi. Sjáum svo bara til hvað gleðin endist lengi í þetta skiptið.
Granada 0:2 Manchester United
Manchester United náði í stórgóð úrslit á útivelli í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Marcus Rashford og Bruno Fernandes tryggðu liðinu 0-2 sigur til að taka með heim til Manchester. Dómarinn var þó í fullmiklu spjaldastuði og sendi samtals fimm leikmenn í bann fyrir seinni leikinn.
Það var ágætt að ekki þurfti mikla orku í þennan leik því framundan er spennandi leikur gegn Tottenham Hotspur á útivelli næsta sunnudag.
97. þáttur – Manchester-borg er rauð
Maggi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu viku.
- David de Gea er í fæðingarorlofi – Dean Henderson spilar á meðan.
- Edinson Cavani er meiddur og missti af leiknum gegn City
- Inter skuldar United ennþá bróðurpartinn af kaupupphæð Romelu Lukaku – Verður einhver leikmaður fenginn frá Inter í staðinn?
- Voru kaupin á Donny van de Beek mistök?
- Leon Bailey orðaður við United ásamt þeim Sergio Ramos og Rafael Varane.
- Markalaust jafntefli gegn Crystal Palace
- Frábær 0:2 sigur á meistaraefnum Manchester City
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 3:1 Newcastle United
Slæmar fréttir bárust í hádeginu fyrir leikinn þar sem tilkynt var að þrír úr þjálfarateyminu væru komnir í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Þeir ferðuðust ekki með liðinu til Ítalíu og því smitast á Englandi. Þetta kom hins vegar ekki í veg fyrir að leikurinn færi fram. Inn í teymið fyrir leikinn komu Mark Dempsey aðaliðs þjálfari og Nicky Butt þjálfari U-23 liðsins. Ekkert hefur verið tilkynt um líðann þeirra sem eru smitaðir né hverjir það eru.