Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Marcus Rashford
Crystal Palace kemur í heimsókn
Á morgun koma lærisveinar Alan Pardews í heimsókn á Old Trafford.
Í mjög stuttu máli þá er þetta frekar einfalt, til að halda draumnum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili þá þarf leikurinn á morgun að vinnast. Mjög einfalt.
En við skulum þó aðeins fara ofan í saumana hérna.
Crystal Palace
Eftir að hafa gert 0-0 jafntelfi við okkar menn í lok október þar sem þeir voru almennt á fínu róli þá fór allt til fjandans og er Crystal Palace búið að sogast niður í fallbaráttu. Þeir eru þó níu stigum frá fallsæti svo þeir hafa eflaust ekki of miklar áhyggjur af því að spila í Championship deildinni á næsta ári.
Manchester United 1:0 Aston Villa
United tók á móti Aston Villa á Old Trafford í leik sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir bæði lið. United í bullandi baráttu við Arsenal, City og West Ham (mögulega Liverpool og Southampton) um fjórða sætið í deildinni og allt annað en sigur myndi þýða að Aston Villa væri fallið.
Fyrir leikinn var maður alveg hæfilega bjartsýnn á sigur þar sem United er búið að vera á ágætis róli þrátt fyrir tap í síðasta deildarleik og vegna þess að Aston Villa er búnir að vera áberandi versta liðið á þessu tímabili.
West Ham United 1:2 Manchester United
Það kom ekki á óvart þegar liðið var birt að enn á ný treysti Louis van Gaal Marouane Fellaini til að taka á móti West Ham. Það kom öllu meira á óvart að það var Schneiderlin en ekki Carrick sem þurfti að víkja, en auðvitað var það alveg í takt við tímabil Schneiderlin hingað til.
Það sem kom enn meira á óvart þegar leikurinn hófst var að liðið lék í fyrsta sinn í langan tíma 4-3-3, með Carrick aðeins afturliggjandi.
Manchester City 0:1 Manchester United
Liðið var frekar fyrirsjáanlegt, eftir vandræði Varela í síðasta leik kom Darmian inn
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Valencia, Fellaini, Schweinsteiger, Januzaj, Memphis.
Lið City var í smá meiðslavandræðum og þar helst að Kompany var ekki með
Það var ekki hægt að segja að það gerðist mikið fyrstu tíu mínúturnar eða svo. City sótti aðeins meira að marki án þess að gera neitt sérlega hættulegt og fyrsta markverða var þegar Smalling fékk ódýrt gult spjald fyrir að toga í Agüero úti á miðjum velli. Gjörsamlega tilgangslaust brot þar.