Það var gott fótboltakvöld í vændum fyrir áhugamenn og konur um enska boltann en sex leikir voru á dagskrá í kvöld en tveir leikir voru spilaðir í gær. Umferðinni lýkur svo á morgun með tveimur leikjum, Arsenal tekur á móti Brighton á meðan Sheffield United fá Newcastle í heimsókn. United hafði því möguleika á því að komast í 5. sætið í kvöld ef Wolves hefðu ekki unnið í kvöld.
Marcus Rashford
Barátta á Bramall Lane við nýliða Sheffield United
Eftir annars ágætis landsleikjahlé er röðin komin að ensku Úrvalsdeildinni á nýjan leik. 13. umferð tímabilsins er að hefjast og að þessu sinni ferðast Rauðu djöflarnir til Bramall Lane þar sem nýliðarnir í Sheffield United taka á móti okkur.
Sheffield situr öllum að óvörum í fimmta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir og er stigi á undan Manchester United með 17 stig, jafnmörg og Arsenal en með betri markatölu. Sá fótboltaspekingur sem hefði haldið því fram að á þessum tímapunkti í deildinni væri Sheffield United fyrir ofan bæði okkur og Arsenal hefði eflaust verið talinn búinn að missa vitið.
Manchester United 3:0 Partizan Belgrað
Liðið sem Ole Gunnar stillti upp var mjög sterkt, aðeins Mason Greenwood af unglingunum var í byrjunarliði. Staðan í riðlinum var enda þannig að sigur myndi tryggja United áfram þar sem innbyrðisviðureignir við Partizan gilda ef liðin verða jöfn að stigum.
Varamenn: Grant, Jones, Williams, Pereira, Garner, James, Lingard
Lið Partizan leit svona út:
Það var hasar fyrstu mínúturnar, á annarri mínútu setti Martial boltann í netið eftir frábæran undirbúning Marcus Rashford en Martial var illa rangstæður. Tveimur mínútum síðar kom stunga hinu megin á Natcho sem vippaði frábærlega yfir Sergio Romero, en hann var líka rangstæður, vel sloppið þar. Tveimur mínútum eftir ÞAÐ kom United í sókn, fyrirgjöf Wan-Bissaka fór í varnarmann og út á Rashford sem skaut framhjá! Hefði átt að gera betur þar.
Suðurstrandargæjarnir á morgun
United fer á suðurströndina á morgun og hittir þar fyrir Bournemouth í hádegisleiknum.
Fyrir tveim vikum síðan hefði útileikur haft í för með sér grátur og gnístran tanna og líklegast hefði upphitarinn alfarið komið sér framhjá því að minnast á gengi liðsins á útivöllum. En síðan þá hafa komið þrír útisigrar í röð og nú þarf sá fjórði að koma til að viðhalda góðu gengi liðsins.
Chelsea 1:2 Manchester United
Sextán liða úrslit deildarbikarsins, Carabaodrykkjardollunnar, hófust í gærkvöldi. Þá tryggðu Leicester City, Colchester United, Everton, Manchester City og Oxford United sér áfram í 8-liða úrslit. Í kvöld bættust svo þrjú lið við í þann hóp. Aston Villa vann Úlfana 2-1 í venjulegum leiktíma en Liverpool þurfti víti til að vinna Arsenal eftir að staðan var 5-5 að loknum 90 mínútum. Að lokum var það svo Manchester United sem var síðasta liðið til að tryggja sig inn í fjórðungsúrslitin með verulega sætum 2-1 sigri á lærisveinum Franks Lampard í London.