Ef það er ekki nóg að búið sé að tilkynna að kaupa eigi Juan Mata þá er hér fínn morgunslúðurpakki:
Wayne Rooney er við það að skrifa undir nýjan samning sem færir honum lítil 300.000 pund á viku í tekjur. Þannig að enn einu sinni virðist ætla að taka að sefa hans órólegu sál með peningum, bæði til hans og með að sýna að okkur sé alvara í leikmannakaupum.
Skv. Mirror og Mail hefur United gert 22,5m. punda tilboð í undrabarnið Luke Shaw hjá Southampton. Shaw er 18 ára vinstri bakvörður og búinn að standa sig gríðarvel í vetur. Eina vandamálið við þetta er að Chelsea er líka á höttunum eftir honum til að koma í stað Ashley Cole, og Shaw ku gallharður Chelsea aðdáandi. En það má reyna.