Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.
Marouane Fellaini
Djöflavarpið 45. þáttur
Maggi, Björn og Halldór settust niður með nýliðanum Friðriki og fóru yfir síðustu mánuði hjá Manchester United frá jafnteflinu gegn Liverpool til sigursins gegn Everton. Einnig voru nokkrir leikmenn liðsins teknir fyrir.
Við biðjumst velvirðingar vegna hljóðtruflana í þættinum. Undirritaður er þegar að leita að lausnum til að koma veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
United fer á toppinn á morgun
Nei, Manchester United er ekki að fara á topp úrvalsdeildarinnar á morgun, en liðið fer hins vegar á The Hawthorns á morgun og mætir West Bromwich Albion á vellinum sem er hæst yfir sjávarmáli af ölllum völlum í úrvalsdeildinni, og reyndar allri deildarkeppninni, 168 metra yfir sjávarmáli.
Það er ekki hægt að segja að WBA hafi gengið vel í vetur. Liðið vann fyrstu tvo leikina í ágúst en hefur ekki unnið leik síðan! Átta jafntefli hafa hins vegar gert að verkum að liðið hangir einu sæti fyrir ofan fallsætin, þökk sé markatölu. Tony Pulis var rekinn í nóvember og Alan Pardew ráðinn í staðinn en hann hefur ekki náð að stýra liðinu á sigurbraut. Undir hans stjórn hefur liðið samt ná jafntefli gegn Tottenham og Liverpool og því ekkert hægt að reikna með auðveldum sigri á morgun. Jafnteflið gegn Liverpool hefur eflaust komið liðinu í gott skap og það verður erfitt fyrir United að brjóta liðið niður enda sáum við hvernig gekk móti Bournemouth á miðvikudaginn.
Djöflavarpið 44. þáttur – Hitað upp fyrir Liverpool (Baráttan um Ísland)
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir síðustu leiki United. Eðlilega var aðalumræðefnið stórleikur helgarinnar gegn Liverpool.
Minni á upphitun Björns fyrir leikinn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Liverpool á Anfield í laugardagshádeginu
Nú er komið að því. Þetta er búið að vera svo auðvelt að það er ekkert er að marka að United situr í öðru sæti deildannar á markatölu, og hefur bara gert eitt jafntefli í sjö leikjum. Það er ekkert að marka það að í sömu sjö leikjum í fyrra gerði United fjögur jafntefli, flest með herkjum, og það er ekkert að marka að í þessum sjö leikjum hefur liðið skorað 21 mark. Það er bara ekkert að marka allt þetta, vegna þess að Liverpool leikurinn á laugardaginn kl 11:30 skiptir miklu meira máli en allt þetta.