Marouane Fellaini er orðinn leikmaður Manchester United eftir ansi furðulegan lokadag félagsskiptagluggans.
Þessi kaup hafa legið í loftinu meira og minna í allt sumar. Þetta er klárlega týpa af leikmanni sem hefur vantað í mörg ár. Hann getur leikið djúpt á miðjunni og í holunni fyrir aftan framherja og myndi gefa okkur markaógn af miðjunni.
Þetta er kannski ekki mest sexí kaup okkar og þetta er kannski ekki maðurinn sem flesta langaði í en klárlega maðurinn sem okkar vantaði.