Eftir þá rússíbanaferð sem sumarglugginn bauð okkur upp á þar sem United virtist vera á höttunum eftir öðrum hverjum leikmanni Evrópu og undirbúningstímabil með sex sigrum í jafnmörgum leikjum og markatöluna 12-3 voru jafnvel svartsýnustu stuðningsmenn United tilbúnir til að gefa Ole Gunnar Soskjær og liðinu svigrúm til að sýna hvað í því býr.
Leikarnir hófust á Old Trafford, sem kannski mun bera annað nafn í framtíðinni en það er saga fyrir annan dag, þar sem United tók á móti Chelsea í fyrsta stórleik tímabilsins. Þar mættust tvö áþekka lið sem bæði eru að ganga í gegnum ákveðið skeið breytinga með gamlar kempur við stjórnvölinn.