Það er aðeins rétt rúm vika búin af sumarglugganum en samt má auðveldlega greina pirring frá stuðningsmönnum yfir því hvað lítið sé búið að gerast. Það er svo sem eðlilegt. Louis van Gaal lýsti því yfir að hann vildi að búið væri að ganga frá leikmannakaupum áður en liðið héldi til Bandaríkjanna. Það styttist óðum í ferðina og það lítur allt út fyrir þetta markmið Van Gaal muni ekki nást.
Matteo Darmian
Matteo Darmian er leikmaður Manchester United – STAÐFEST
Eftir nokkra daga bið er það loksins staðfest að Torino hefur selt Matteo Darmian til United. Darmian mun kosta um 13 milljónir punda og hefur skrifað undir 4 ára samning, samkvæmt okkar bestu vitneskju.
Matteo Darmian verður aðeins fimmti Ítalinn sem spilar fyrir Manchester United. Hinir eru Carlo Sartori sem lék með United frá 1968-1972 og var fyrsti leikmaðurinn utan Bretlandseyja til að spila með United. Hinir eru svo auðvitað markmaðurinn alræmdi Massimo Taibi, meiðslapésinn Giuseppe Rossi og MACHEEEEEDA.
Matteo Darmian er á leiðinni
Skv heimildum Sky Italia hafa Manchester United og Torino komist að samkomulagi um kaupverð á ítalska landsliðsbakverðinum Matteo Darmian en það er talið vera um 13 milljónir punda. Darmian er 25 ára og getur leikið í hægri og vinstri bakverði ásamt því að vera frambærilegur kantmaður.
View image | gettyimages.comLeikmaðurinn kemur úr akademíu AC Milan en hann lék aðeins 4 leiki fyrir Milan. Árið 2010 fór hann til Palermo sem keypti 50% hlut í Darmian og lék hann þar í eitt tímabil þar sem hann kom aðeins við sögu í 11 leikjum.