Það má hugsa sér það þessi auðvelda, á pappírnum, byrjun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United hafi verið úthugsuð, ekki einasta hafi Mourinho verið rekinn á þessum tímapunkti vegna frammistöðunnar gegn Liverpool, heldur hafi eigendur og Woodward horft á planið og hugsað hvernig staðan væri ef liðið færi í gegnum jól og áramót og næði fimm sigrum, að hætti og Mourinho og hann væri þá órekanlegur.
Maurico Pochettino
Manchester United 0:3 Tottenham Hotspur
Eftir slæmt tap gegn Brighton var komið að stórleik á heimavelli. Tækifæri til að bæta fyrir frammistöðuna í síðasta leik og sýna almennilegan lit í deildinni. En allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir verulega góða spretti á köflum þá var niðurstaðan slæmt tap.
José Mourinho ákvað að gjörbreyta liðinu sínu frá því í síðasta leik, bæði leikmannavali og liðsuppstillingunni. Af þeim sem byrjuðu gegn Brighton þá duttu 6 úr byrjunarliðinu og 4 þeirra voru ekki einu sinni í leikmannahópnum í þetta skiptið.
Er José að missa það?
Það er leikur í kvöld og upphitunin er hér, en umræðan snúst núna alfarið um José Mourinho.
Eftir leikinn á þriðjudaginn á José að hafa komið inn í klefa þar sem sumir leikmenn voru hreinlega grátandi og sagðist ætla að taka á sig tapið: „When we win, we all win, when we lose, I lose alone“. Þetta kann að einhverju leyti skýra frammistöðu hans á blaðamannafundinum eftir leikinn þar sem hann talaði meðal annars um þau tvö skipti sem hann sem stjóri hafði slegið út United í meisteradeildinni, nokkuð sem þótti frekar dónalegt og ekki sæmandi manni sem núna væri stjóri United og ætti að koma þeim áfram. En eitt var víst, eftir leikinn var fókusinn fyrst og fremst á Mourinho, en ekki leikmönnum. Rætt var um að Mourinho hefði lagt upp með allt of varnarsinnað taktík, nokkuð sem er ljóst, en lítið talað um að leikmenn hefðu ekki staðið sig vel, þó sumir, eins og Lukaku segðu beint og óbeint að svo hefði verið raunin.
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.