Eftir gott gengi undafarnar vikur var alveg hroðalegt að sjá andleysið sem einkenndi spilamennsku United í gær. Mér fannst liðið reyndar byrja þennan leik ágætlega þrátt fyrir að lenda marki undir snemma leiks. Seinna mark Everton drap hinsvegar allan lífsvilja United-manna og lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Louis van Gaal leit dagsins ljós í gær. Þetta tap hleypir örlítilli spennu í baráttuna um Meistaradeildarsætið þó að niðurstaða hennar sé ennþá fyllilega í höndum okkar manna.
Michael Carrick
Maðurinn á bakvið tjöldin
Til að byrja með vill ég benda öllum á að lesa leikskýrsluna hér að neðan eftir frækinn sigur liðsins gegn Liverpool í gær. Einnig vill ég taka fram að þessi grein var í raun rituð fyrir Liverpool leikinn en uppfærð með smá tölfræði úr honum. En að greininni sjálfri … :
Tímabilið 2005/2006 lenti Manchester United í 2.sæti í ensku Úrvalsdeildinni. Heilum átta stigum á eftir Chelsea. Liðið datt út gegn Liverpool í 5. umferð FA bikarsins og mistókst að komast upp úr vægast sagt auðveldum riðli í Meistaradeild Evrópu. Liðið vann vissulega Deildarbikarinn en fyrir titla þyrsta stuðnigsmenn liðsins var það ekki nóg. Flestir reiknuðu með að Sir Alex Ferguson myndi rífa upp veskið enda Chelsea vægast sagt óárennilegir á þessum tíma. Ferguson, ekki í fyrsta skipti, kom öllum á óvart. Hann keypti einn leikmann sumarið 2006 (kannski var hann upptekinn að horfa á HM?). Ég endurtek, EINN. Sá leikmaður var ekki Pirlo, ekki Gattuso, ekki Seedorf, ekki Gerrard, ekki van Bommel. Þessi leikmaður sat sem fastast á bekknum hjá Englendingum yfir sumarið.
Michael Carrick er bestur í mars
Kosning á besta leikmanni United í mars er lokið og hafa lesendur síðunnar kosið Michael Carrick með 41% atkvæða en David De Gea varð í öðru sæti með 38%. Þessir tveir leikmenn höfðu mikla yfirburði því næstur á eftir þeim kom Nemanja Vidic með 8% atkvæða.
Carrick hefur ásamt Evra spilað mest allra leikmanna United í vetur eða 36 leiki. Það er engin tilviljun því það hefur sýnt sig í vetur, og kannski sérstaklega núna á endasprettinum, að þegar Carrick er ekki með þá er liðið svolítið brothætt aftast á vellinum. Mikilvægi hans fær mann stundum til að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef hann yrði frá í lengri tíma. Ekki það að ég haldi að allt myndi hrynja, held að liðið myndi alveg spjara sig, en ég tek undir með þeim sem segja að liðinu vanti annan leikmann eins Carrick, sérstaklega þar sem óvíst er hvort Fletcher nokkurn tímann komist aftur í sitt fyrra form.
Michael Carrick er bestur í janúar!
Það var hörku spennandi kosning hér á síðunni um leikmann janúarmánaðar en það fór á svo á endanum að Michael Carrick var kosinn bestur með 33% atkvæða, 2% meira en Patrice Evra sem kom næstur í valinu. Robin Var Persie var svo þriðji með 19% atkvæða.
Eins og venjulega spilaði Carrick næstum því allar mínúturnar í deildinni í janúar en var hvíldur í bikarleikjunum gegn West Ham. Hann hefur stjórnað miðjuspilinu eins og herforingi undanfarið og fyrir utan eina slæma sendingu aftur á De Gea í leiknum gegn Southampton (sem reyndist sem betur fer ekki of dýrtkeypt) þá steig hann ekki feilspor. Hans besti leikur var líklega gegn sínum gömlu félögum í Tottenham en því miður fell sú frammistaða í skuggann á jöfnunarmarki Tottenham í lok leiksins. Eftir slæma byrjun í haust hefur vörn United verið að spila betur og betur og má að einhverju leiti þakka yfirvegun Carricks aftast á miðjunni um það.