Eftir stóra sigra heima og að heiman er röðin komin að næsta verkefni þegar Leicester City kemur í heimsókn. Bæði lið hafa verið að skora mörk en United ívið fleiri og hefur einnig haldið hreinu í sínum leikjum. Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins gegn Arsenal sem var fínasta skemmtun með slatta af mörkum og dramatík fyrir allan peninginn. Á endanum fór Arsenal með sigur af hólmi en Leicester átti meira skilið en ekkert úr þeim leik. Í næstu umferð tók Leicester á móti nýliðum Brighton & Hove Albion og sigraði liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Á þriðjudaginn mætti Leicester svo Sheffield United á Bramall Lane og sigraði heimaliðið með fjórum mörkum gegn einu. Um var að ræða aðra umferð EFL bikarsins sem er núna kallaður Carabao bikarinn.
Nemanja Matic
Djöflavarpið 42. þáttur – Zlatan snýr aftur
Maggi, Björn og Halldór settust niður og ræddu stórsigrana gegn West Ham og Swansea. Einnig var komið inná endurkomu Zlatan Ibrahimovic sem gæti jafnvel gerst í þessari viku. Svo svöruðu þeir spurningunni hvort einhver leikmaður muni bætast í hópinn í þessum glugga.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 4:0 West Ham United
Enska úrvalsdeildin hófst með látum þessa helgina. Við vorum búin að sjá flotta leiki, mikið af mörkum, óvænt úrslit og mikla baráttu þegar kom að okkar mönnum í lokaleik umferðarinnar. Sá leikur olli okkur nákvæmlega engum vonbrigðum.
West Ham United var eitt af liðunum sem mætti á Old Trafford í fyrra og tók jafntefli með sér eftir leik þar sem United skapaði sér færi en náði ekki að nýta þau.
Djöflavarpið 41. þáttur – Sumarkaupin rædd og hitað upp fyrir Real Madrid
Maggi, Björn, Halldór, og Tryggvi settust niður og ræddu kaup sumarsins. Einnig var hitað upp fyrir leikinn gegn Real Madrid og rætt um hvaða leikmenn gætu komið áður en glugginn lokar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 2:1 Sampdoria
Liðið í þessum sjöunda og síðasta upphitunarleik United var eilítið óvenjulegt
Byrjaði frekar rólega en á 7. mínútu kom Blind með sendingu aftur sem var alltof langt frá De Gea sem þurfti að dýfa sér í hornið fjær og slá boltann frá marklínunni. Dómarinn sá einhverja furðulega ástæðu til að dæma óbeina aukaspyrnu utan markteigs. Glórulaus dómur. Eins og oftast fór samt skotið í vegginn, United sótti upp, Valencia lék up kantinn, Mkhitaryan gaf af hægri kanti yfir á vinstri, þar var Darmian í teignum, hann gaf fyrir og Mkhitaryan þá mættur aftur og var á undan varnarmanni á fjær stöng og stangaði boltann í netið. Fín sókn. Darmian hafði reyndar átt aðra fyrirgjöf á fyrstu mínútunum sem gerði ekki eins mikið en gott að sjá hann ákveðinn framávið.