Það er ansi margt að gerast á Old Trafford þessa dagana. Á næstu dögum verður nýr stjóri kynntur til leiks og stjórnin virðist vera á fullu í að vinna að leikmannamálum og þjálfaramálum. Samningaviðræður eru í gangi um kaup á Luke Shaw frá Southampton, auk þess sem að svo virðist sem Phil Neville og Chris Woods séu á förum frá félaginu. Einnig eru sögusagnir um að Rene Meulensteen verði í þjálfarateymi Louis van Gaal, það yrði frábær viðbót enda Rene einn af arkítektunum á bakvið spilamennsku United þegar hún var upp á sitt besta frá ca. 2006-2010.
Nemanja Vidic
Manchester United 3:1 Hull City
Sögulegur leikur á Old Trafford í kvöld. Fyrirliðinn okkar Nemanja Vidic kvaddi Old Trafford auk þess sem að besti leikmaður í sögu félagsins, Ryan Giggs, leikjahæsti og sigursælasti einstaklingur í sögu Manchester United spilaði líklega sinn síðasta leik á Old Trafford. Giggs kom nokkuð á óvart í liðsvalinu, hvíldi alla helstu leikmenn liðsins og gaf þeim félögum Tom Lawrence og James Wilson tækifæri í byrjunarliðinu. Þetta eru efnilegir leikmenn. Lawrence var á láni hjá Yeowil Town og Wilson hefur verið að rífa í sig unglingadeildirnar með unglingaliðum United. Liðið var svona:
Nemanja Vidić fer frá United í sumar
Í tilkynningu á vef Manchester United segir Nemanja Vidić að hann ætli sér að leita á nýjar slóðir þegar samningur hans rennur út í sumar. Hann hyggst ekki reyna fyrir sér hjá öðru liði í Englandi og þvi má ætla að orðrómurinn i vikunni um að hann sé á leið til Inter sé réttur.
Vidić hefur verið 8 ár hjá United og unnið fimm titla auk Meistaradeildarinnar að sjálfsögðu og er fyrirliði liðsins. Síðustu þrjú árin hafa hins vegar meiðsli hrjáð hann verulega og hann ekki leikið nema innan við helming leikja liðsins. Eins og Rio Ferdinand og Patrice Evra, hverra samningar renna líka út í sumar, hefur Vidić ekki verið boðinn nýr samningur og því kemur þetta ekki á óvart. Búast má við að hinir tveir fylgi í kjölfar Vidić.