Nú þegar baráttan um 3-4. sæti hefur harðnað all svakalega þá var vitað að ekkert nema sigur kæmi til greina í kvöld.
Newcastle United
Liðið sem mætir Newcastle
Liðið er komið, enginn Falcao í byrjunarliði en Di María byrjar.
Bekkur: Lindegaard Jones McNair Carrick Mata Januzaj Falcao
Lið Newcastle: Krul, Janmaat, Coloccini, Williamson, R.Taylor, Obertan, Sissoko, Abeid, Ameobi, Riviere, Cisse
Heimsókn til St. James’ Park
Síðast mættust United og Newcastle á öðrum degi jóla. Sá leikur fór fram á Old Trafford og vannst 3:1. Það reyndist eini sigurinn í þeirri jafnteflissúpu sem jólatörnin reyndist vera. Newcastle hefur í millitíðinni farið í gegnum stjóraskipti eftir að Alan Pardew (Pardieu) stakk af og fluttist til London og tók við taumunum hjá Crystal Palace. Eftirmanni hans, John Carver, hefur ekki gengið neitt sérstaklega með liðið en Newcastle er þó í 11. sæti. Ekki amalegur árangur hjá liði sem virðist gera upp á bak reglulega. Á sama tíma hefur gengi United verið töluvert ólíkara en liðið er í bullandi baráttu um meistaradeildarsæti og enn með í bikarnum.
Manchester United 3:1 Newcastle United
Enn og aftur vinnur Manchester United leikinn sem þeir spila á annan í jólum. Sannkölluð jólahefð. Sigurinn í dag var í þægilegri kantinum en Van Gaal stillti liðinu svona upp:
Fletcher kom inn á fyrir Carrick, Wilson inn á fyrir Falcao og Rafael inn á fyrir Valencia.
Leikurinn byrjaði helst til rólega og Newcastle voru sáttir með að sitja til baka. Þrátt fyrir það fékk Rooney fínt færi eftir aðeins 3. mínútur þegar Mata lyfti boltanum yfir Newcastle vörnina en Rooney var flaggaður rangstæður. Annars var það helst að stuðningsmenn Manchester United sungu hástöfum jólalagið um Eric Cantona. Þó hann sé löngu hættur þá er aðeins einn kóngur!
Newcastle kemur í heimsókn
Gleðileg Jól dömur mínar og herrar.
Jæja, að því sem skiptir máli. Á morgun kemur Alan Pardew í heimsókn með Newcastle United. Newcastle byrjaði tímabilið skelfilega og vildu stuðningsmenn liðsins helst krossfesta Pardew og eiganda liðsins, Mike Ashley.
Ég hef ekki horft á nægilega mikið af Newcastle leikjum til að spá fyrir um byrjunarlið þeirra en samkvæmt Physio Room þá eru aðal- og varamarkvörður liðsins báðir meiddir. Jak Alnwick stendur því áfram í rammanum. Einnig eru Gabriel Obertan, Davide Santon, Ryan Taylor og Siem De Jong á meiðslalistanum. Sem stendur er Stuart Taylor meiddur en talið er að hann verði orðinn leikfær fyrir leikinn. Flestir þessara leikmanna hafa reyndar ekki spilað mikið í vetur svo það ætti ekki að riðla of mikið leikskipulagi Newcastle að þeir séu ekki með.