Það hefur hreint ekki verið upp á marga fiska að fylgjast með Man United að undanförnu og leikir liðsins hafa alls ekki náð að vekja mikla spennu fyrir margan stuðningsmanninn. Endalausir orðrómar um sundrung í klefanum, í bland við ýmsar sögur um mögulega og ómögulega framtíðarstjóra félagsins og slúður um skoðanir leikmanna og fyrrum leikmanna liðsins um hver eigi að taka við skútunni ásamt því að liðið er hér um bil dottið úr öllum keppnum, hefur gert það að verkum að lítil sem engin eftirvænting er eftir næsta leik.
Norwich City
Norwich 0:1 Manchester United
Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.
United verður að vinna í Norwich
Eftir jafnteflið gegn Leicester City var stuðningsfólk Manchester United orðið ansi svartsýnt á að liðið næði í Meistaradeildarsæti. Sá leikur eins og margir í vetur bauð upp á svarta og hvíta frammistöðu. Fínni frammistöðu í fyrri hálfleiknum var fylgt á eftir með frekar dapurri. Maroune „Elbows McGee“ Fellaini tókst að láta dæma sig í bann í kjölfarið á nokkrum ágætum frammistöðum í undanförnum leikjum. En eftir mikla hjálp frá Southampton sem gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir Manchester City þá er þetta allt í einu orðinn möguleiki aftur. Með sigri gegn Norwich þá myndi United vera 4 stigum á eftir Arsenal og 1 stigi á eftir City en þau eiga innbyrðisleik á sunnudaginn. Manchester City er orðið mjög tæpt á sætinu og mega alls ekki við að tapa gegn Arsenal og varla gera jafntefli því þá mun Evrópadeildarsætið blasa við. United gæti verið komið í bísna góða stöðu eftir helgina svo framarlega að liðið skili sínu. Svo væri mjög sætt að hefna fyrir tapið gegn Norwich á Old Trafford.
Manchester United 1:2 Norwich City
Ég var einn af þeim sem hékk á Moyes vagninum allt of lengi, kallandi eftir því að hann fengi meiri tíma til að setja mark sitt á liðið. Eftir að hann var látinn fara þótti mér það auðvitað deginum ljósara að hlutirnir voru ekki, og voru aldrei að fara að ganga upp hjá honum. Það var ekki endilega leikstíllinn, þó mér hafi aldrei fundist hann ásættanlegur, heldur var það hreinlega vinnuframlag leikmanna á vellinum. Þeir virtust ekkert spenntir fyrir því að spila fyrir Manchester United og um leið og eitthvað á bjátaði gáfust menn bara upp og lögðust í kör, í stað þess að leggja gjörsamlega allt í sölurnar, sem var svo algegnt viðhorf undir stjórn Alex Ferguson.
Norwich í heimsókn á Old Trafford
Streð síðustu vikna ætti, ef allt er með felldu, að taka sér smá frí á morgun. Norwich sem vermir þriðja neðsta sæti kemur í heimsókn og ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að verða auðveld bráð, En það eru erfiðir tímar á Old Trafford og sjálfstraustið er ekki beinlínis í hæstu hæðum.
Tveir slæmir tapleikir í röð komu á eftir þremur andlausum jafnteflum og það er vandfundinn United stuðningsmaður sem er enn stuðningsmaður Louis van Gaal sem stjóra. Venjulega myndi brottrekstur stjóra eins helsta keppinautar United í gegnum tíðina hressa United við verulega, en nú er Chelsea svo langt á eftir að það skiptir litlu og að auki er stór hópur sem nú sér José Mourinho á lausu og hugsar sem svo að þarna sé gráupplagt tækifæri að gá betri stjóra. Það er þrátt fyrir að Mourinho er enn á ný að sanna að þriðja tímabil hans hjá félagi sé alltaf slys og aðrir gallar, svo sem bolti sem jafnast á við Louis van Gaal bolta í leiðindum og enginn stuðningur við unglingastarf o.fl. séu í mínum huga nóg til að vilja ekki sjá hann.