Á morgun kemur Norwich í heimsókn á Old Trafford í 4.umferð deildarbikarsins eða Capital One Cup eins og hann heitir víst fullu nafni. Við slógum auðvitað Liverpool út í þessari keppni og Norwich hefur sigrast á Bury og Watford til þess að komast í þessa umferð. Rétt er að vekja athygli á því að nú er kominn vetrartími á Englandi og er klukkan nú það sama þar og hér á klakanum. Leikurinn er því klukkan 19.45.
Norwich City
Manchester United 4:0 Norwich
Þrjú stig komin í hús og alls ekki leiðinlegt að krækja í þau með glæsisigri. United sigrar Norwich með fjórum mörkum gegn engu. Kagawa með þrennu og Rooney með bombu á 90. mínútu.
Þar sem þetta er nú aðeins leikskýrsla númer tvö hjá mér, þá ætla ég að taka það aftur fram að í mínum leikskýrslum nenni ég ekki að fara yfir hvert einasta atriði sem gerðist í leiknum. Ég tek frekar saman það helsta sem mér þótti eftirtektarvert, sem við getum svo rætt áfram í athugasemdunum fyrir neðan.
Liðið gegn Norwich
Byrjunarliðin voru að detta í hús. Svona líta þau út í dag:
Manchester United
De Gea
Smalling Evans Vidic Evra
Valencia Anderson Carrick Kagawa
Rooney Van Persie
Varamenn:
Lindegaard, Rafael, Cleverley, Nani, Young, Welbeck, Chicharito
Norwich*
Bunn
R.Martin Turner Bassong Garrido
Snodgrass Howson Johnson Pilkington Hoolahan
Holt
* Neita að bera einhverja ábyrgð á því hvort leikmenn Norwich séu í réttum stöðum :)
Norwich á Old Trafford
Þá er komið að því gott fólk! Leikurinn sem allir eru búnir að bíða eftir! Manchester United gegn Rea…
Nei…
Öhmm…
Bíðið aðeins…
…Ahh. Afsakið. Sá leikur er víst næsta þriðjudag. Á morgun koma hinsvegar drengirnir frá Norwich í heimsókn á Old Trafford.
Sigur hér væru frábær úrslit fyrir United. Með sigri getur United aftur náð fimmtán stiga forskoti á City og tíu leikir eftir af tímabilinu. Hinsvegar verður helsti höfuðverkur Ferguson að ákveða hvaða leikmenn verða hvíldir fyrir leikinn gegn Real Madrid og hverjir munu spila. Ég get ómögulega neitað því að ég verð alltaf þónokkuð smeykur fyrir svona leiki því það er svo auðvelt fyrir leikmenn að gleyma sér, halda að þetta séu gefin þrjú stig og enda með því að hleypa City 3 stigum nær og gera deildina aftur spennandi.
Norwich 1:0 Manchester United
Þetta var hrikalegt. Ég nenni ekki að eyða einni sekúndu í að skrifa um þennan leik. Í staðinn geta menn velt eftirfarandi fyrir sér: