Á morgun koma Belgarnir í Club Brugge í seinni viðureign liðana í Evrópudeildinni. Fyrir viku gerðu liðið stórfenglega leiðinlegt 1-1 jafntefli í Brugge sem þýðir þó að United stendur mun betur að vígi þegar kemur að heimaleiknum, það nægir að halda hreinu.
Það léttist brúnin á okkur á sunnudaginn þegar góður sigur vannst á Watford með alsterkt lið. Framundan er samt erfitt prógramm í deild og bikar og það verður einhver rótering á liðinu. En það má ekki við of mikilu kæruleysi og ég vil sjá sterka vörn, og Bruno Fernandes. Það er í lagi að Brandon Williams leysi Shaw af samt og þetta er ágætur leikur fyrir Eric Bailly að halda endurkomunni áfram.