Fyrir leikinn í dag var Sir Alex Ferguson mættur á hliðarlínuna til að gefa Arsène Wenger kveðjugjöf og virðingarvott frá Manchester United. Fallegt að sjá það. Það var eitthvað við það að sjá þrjá bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar stilla sér upp saman, brosa og skiptast á léttu spjalli. Það hefur nú ekki alltaf verið svona létt á milli þessara þriggja stjóra.
Old Trafford
Kveðjuheimsókn Wenger
Manchester United getur enn klúðrað Meistaradeildarsætinu, ef liðið gerir í mesta lagi 1 jafntefli, tapar öðrum leikjum og Chelsea vinnur alla sína leiki. Það er aðeins léttara fyrir liðið að klúðra 2. sætinu, þá er nóg að tapa 2 leikjum af 4, ef Liverpool eða Tottenham vinnur rest.
United er þó í góðri stöðu hvað báðar þessar baráttur snertir, með þetta allt í sínum höndum og meira að segja gott svigrúm líka. Það er mjög gott.
Loksins loksins var farið á leik á Old Trafford – Ferðasaga
Fyrir páskahelgina sem var að enda þá hafði undirritaður aðeins séð Manchester United spila einu sinni og var það í Lundúnum er liðið vann Fulham 1-0 þökk sé marki Wayne Rooney eftir stórbrotnar markvörslur David De Gea. Einnig hafði hann aðeins einu sinni komið á Old Trafford en það var í skoðunarferð sumarið 2005. Því var breytt um páskana 2018.
Leiðin á Old Trafford
Það var eflaust í september á síðasta ári þegar einn af ritsjórum síðunnar ákvað ásamt þremur félögum sínum að nú loksins væri kominn tími til að sjá Manchester United spila á Old Trafford. Eflaust hefðum við farið fyrr í vetur en undirritaður ásamt einum af félögunum ákváðu að reyna finna helgi þar sem þeir gætu séð sín lið í neðri deildunum á Englandi spila líka. Þannig var það ákveðið að páskahelgin 2018 yrði yrði fyrir valinu. Stefnt var að því að sjá Peterborough United heimsækja Rotherham United á föstudeginum langa, á laugardeginum var förinni heitið í Leikhús Draumanna að sjá heimamenn etja kappi við Swansea City og að lokum var farið til Lundúna að sjá Dagenham&Redbridge keppa við lið sem ég einfaldlega man ekki hvað heitir.
Manchester United 2:0 Brighton and Hove Albion
Eftir tapið gegn Sevilla í vikunni þá fengu leikmenn United kjörið tækifæri til að vinna stuðningsmenn liðsins aftur á sitt band þegar liðið mætti Brighton í 8-liða úrslitum FA bikarsins á Old Trafford í kvöld.
Leikurinn
Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að stuðningsmenn liðsins voru tilbúnir í slaginn en það var töluvert betri stemmning á Old Trafford í upphafi leiks heldur en gegn Sevilla í vikunni. Leikurinn var hins vegar frekar rólegur í byrjun og þeir sem höfðu reiknað með að United myndi keyra yfir Brighton í upphafi hafa eflaust orðið fyrir vonbrigðum. Það kom á óvart að Glenn Murray, markahæsti leikmaður Brighton, byrjaði leikinn á bekknum en það var snemma ljóst að leikmenn Brighton yrðu sáttir ef leikurinn færi í vítaspyrnukeppni.
Manchester United 1:2 Sevilla
Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það er ljóst að allavega Manchester City og Liverpool komast lengra en Manchester United í keppninni í ár, af ensku liðunum. Fyrir tæpum þremur vikum kvörtuðu margir yfir því að markalaust jafntefli á útivelli væru slök úrslit. Öðrum fannst að úrslitin ættu að sleppa en frammistaðan væri áhyggjuefni. Síðan þá komu þrír góðir sigrar í deildinni, þar sem liðið vann m.a. bæði Chelsea og Liverpool með því að vera sterkari aðilinn inni á vellinum.